Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 56
54 SAGA
ingnum svo til höfutSs, aö hann gerist ölvaöur af oflofinu
og heldur sjálfur hólræður um sjálfan sig, frammi fyrir
sjálfum sér og yfir sjálfum sér, á sjálfs síns degi, og þakk-
ar aö síöustu sjálfum sér og guöi almáttugum fyrir það,
að hann, íslenzki útlendingurinn, slagi töluvert langt
upp í Enskinn!
Langt er tiljafnað. Satt er það.
En sannleikurinn er sá, að þótt Islendingurinn hafi
hér margt vel un.nið, þá hefir hann lítið gert fram yfir
það, sem hann mátti til með, svo hann gæti lifað og liðið
vel í landinu. Hann hefir ræktað landið og bygt bæ-
ina, fyrir sig og sína, eins og allir menn allra landa á
öllum öldum hafa reynt að gera, eins langt og þekking
þeirra náði.
V.
Þegar Islendingnum er hælt hér í álfu, er honum
eigi gefin dýrðin fyrir göfgi kynsins og andans, sem hann
vegna hepnisleiks forlaganna, bar gæfu til að verða þátt-
takandi í sem samarfi þeirrar útvöldu þjóðar, sem safn-
aði, reit og geymdi frá glötun: sigursælustu sögurnar
og óðinn, margþættasta drengskap og kvenrétt trúar-
hugsjónanna og tignríkustu tunguna — móðurmál allra
Norðurlanda að fornu, sem enn í dag geymir allan sinn
styrk, þótt mýktin sé meiri.
Nei. Signa má Landinn sig marki hamarsins og
krossins upp á það.