Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 51
SAGA 49
hörpurnar úr, þó svio virtist sem þær heföu verið til þess
ætlaSar. Kólumbus var glaður yfir því, að fundum þeirra
Keifs hafði borið saman. Þeir voru auSvitað ekki á
sama máli, en þaS var eitthvaS hressandi við það að
mæta svo hreinskilnum og riddaralegum mótstöðu-
manni.
Leifur horfði hvast á Kóluntbus og mælti: "Lítið
þýðir að sakast um orðinn hlut hér í himnaríki. Enda
verðum við aldrei dómarar þessara mála. Og sú kemur
tíðin á jörðu niðri, að með hinum miklu sjónaukum fram-
tíðarinnar, munu eftirkomendurnir ekki þarfnast s‘ögu-
sagnanna um mig eða þig, heldur horfa þeir á myndir
þær, er atburðirnir spegluðu fyrir hundruðum og þús-
undum ára síðan, og geymast skýrt í 1 j ósöldunum. Þann-
ig vara verk vor öll við líði, óafmáanleg, og berast með
ljóshraða um alla heima og geima. Öll tilveran—öll frum-
efnin í efni sem anda, vinna sitt eilífa hlutverk á enda-
lausri hringferð. (Það sanna stjörnurnar og sólkerfin.
Blóm og jurtagróður jarðarinnar ber þar vitni.) Og nú
vottar svolítið fyrir sannri þekkingu og skilningi á jörð-
inni; mennirnir hafa lært að nota hin. áður duldu öfl, til
þess að talast við og senda ljósmyndir þúsundir mílna
yfir úthöfin miklu. Skynjunarfæri jarðarbúa eru enn lítt
þroskuð. Fæstir sýna hjátrúarlausa viðleitni til þess að
tilbiðja lögmál lífsins, í anda og sannleika. Jarðarbúar
hafa ekki enn þroskast svo, að þeir viti eða skilji, að
samstilling við hin eilífu lög, hefir nærri ótakmarkað
tækifæri til andlegrar þroskunar.”