Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 68
66 SAGA
Tribune, 17. sept. 1925) greinir frá því, aö afkomendur
víkinganna (NorSmenn) njóti nú dugnaðar hinna fornu
sægarpa, því engin sanngjörn ástæða hafi þótt til aS ef-
ast um sannindi íslenzku sagnarinnar (sem ranglega er
sagt frá aö standi í Eddunum), og þóttust þó Holland,
Bretland, Rússland, Danmörk, Þýzkaland og jafnvel
Bandaríkin og fleiri ríki, hafa tilkall til landsins, auk
Noregs.
En Islendingurinn þegir, meöan, hinum fornu landa-
fundum hans, er skift á milli sín. Og hví skyldi hann
ekki þegja — auminginn.? Betri er þögn en blekking.
Betra ekkert hljóg en málmhljóð útlenda gullsins, í
munni þess, sem opnar sig. En sá kemur tíminn, aö ís-
lenzk börn framtíöarinnar hrópa þrefalt vei yfir nútíöar
dauöamóki íslenzku þjóðarinnar, gagnvart flestu því sem
nokkru varðar heill hennar í framtíðinni, þótt ekki vanti
hana lífið og vökuna til að berjast og bítast innbyrðis,
vikum og mánuðum saman, út af fimm aurunum.
XIV.
Eins og það er heilagur sannleikur, að Islendingur-
inn, hvar í heiminum sem hann er, mun finna fleira sam-
eiginlegt með norrænum frændþjóðum, og eiga betur
heima með þeim, en nokkrum öðrum þjóðum, þrátt fyrir
allar snurður, þá er það engu að síður óhrekjandi sann-
leikur, að ef Islendingurinn á að vera og verða sá mað-
ur með mönnum, sem hann. í eðli sínu er, og honum ber