Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 46
44 SAGA
sem þykist hafa fundið Ameríku?”
“Já, eg fann Ameríku,” svaraSi Kristófer snúSugur
og hleypti í brýrnar.
“Hægur laxi!’’ sagöi risinn. “Staðhæfing þín er
engin sönnun, þótt feröavolk þitt hafi líklega átt þátt
í því, aS Vesturálfan fór aS byggjast. Þaö var eg, sem
fann Ameríku.”
“Hver ert þú?” spurði Kristófer. “Ert þú máske
Leifur Eiríksson?”
“Sá er maSur hinn sami,” svaraSi Leifur, og hýrnáSi
nú svolítiS yfir honum, þegar hann heyrSi aS hann var
ekki alveg gleymdur, og hann mælti ennfremur: “Eg
er víkingur og víkingsson. Eg sigldi yfir hafiS mikla
nærri fimm hundruS árum á undan þér, og frá Isiend-
ingum fékstu upplýsingar þær, sem lögSu þér eld í
anda, og lýstu þér leiS.” Og nú var sem stormur gengi
yfir stórskoriS andlitiS á Leifi.
“Eg hefi heyrt þín getiS. Einhverjir grúskarar
hafa fundiS fáeina steina i Ameríku, sem þeir halda aS
þú hafir eitthvaS rótaS til. ÞaS er svo margt sagt, sem
ekki er mikiö mark á takandi. Og ekki þarf aS kvarta
um aS íslenzku fornsögurnar minnist þín ekki og landa-
funda þinna, hvaö svo sem sönnununum líSur,” sagöi
Kristófer og skalf nú svolítiS í honum röddin.
“Sannanirnar eru nógar, og verSa brátt fleiri en nú
eru kunnar. Og eg held eg gæti sannfært þig hvenær sem
eg vil," svaraSi Leifur.