Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 113
SAGA 111
og fóru aftur aS vinna og byrja aS safna á nýjan leik,
fyrir nýjan “túr’’ ASrir söfnuöu aldrei neinu. Þeir
eyddu laununum jafnóöum í vín og spil. En sumir söfn-
uðu til elliáranna og ókomna tímans, og eyddu ei meira
en brýnasta nauðsyn krafði.
Fjöldinn samt sem áður, sem vann við lagningu og
eftirlit brautarinnar, voru heimilisfeður og fjölskyldu-
menn héöan og þaðan, sem þurftu fyrir einhverjum að
sjá að einhverju leyti, og eyddu engu í óþarfa, en spör-
uðu alt við sig til að geta lagt það upp til styrktar heim-
ili sínu, ættmönnum og ástmönnum. En enginn varð
ríkur, né gat gert aöra ríka af kaupinu. Það voru vana-
lega borgaðir tveir dalir á dag við lagningu brautarinn-
ar, en ekki nema einn og fjórði hluti dals til þeirra, sem
litu eftir og lagfærðu þá spottana, sem búnir voru. Og
þegar búið var að borga fjóra dali fyrir fæðið um vikuna,
þá kom skarö í kaupið, og reyndu því sumir að fæða sig
sjálfir, en það var hálfgert neyðarúrræði og uppgáfust
ílestir á því.
Kári var búinn að draga saman hátt á annað hundr-
að dali. Hann hafði aldrei eytt einu centi i óþarfa, og
hlakkaði til eins og barn, sem hann raunar var, að kom-
ast heim til móður sinnar og færa henni peningana, og
sjá systkini sín og aðra kunningja. Hann. taldi vikurn-
ar með áfergju. Nú var að eins ein vika eftir, unz
hann legði af stað. Hann hafði unnið eins og berserkur,
miðað við aldur sinn. Utiveran og æskuyngingin eru