Saga: missirisrit - 01.06.1926, Qupperneq 35
SAGA 33
af okkur höföum sé'ö eöa heyrt herréttardóm uppkveð-
inn.
Mitt fyrsta verk var aö líta á fangann. Hann var
ungur, á a‘ö gizka 19 ára. Meöalmaöur á hæö og vel
vaxinn, Augun stór og blá, enniö hátt og nefiö beint
og nokkuö stórt. Munnurinn var fremur smár og var-
irnar þunnar, en munnvikin, báru vott um staöfestu, og alt
andlitiö sýndi, aö hann lét ekki alt fyrir brjósti brenna,
ef hann. tók eitthvað í sig. Nú var andlitið fölt og al-
varlegt, en þó horfði hann ófeiminn á foringjana og fé-
laga sína. Eg fann aö sá sem stóö viö hlið mína, var
ókyr, svo eg leit á hann og ætlaði aö fara aö segja hon-
um að standa kyrrum; en mér brá í brún, því hann var
náfölur og titraði eins og hrísla í vindi. Eg hvíslaði að
honum, hvort hann væri veikur, en han.n svaraði nei.
Eg hvíslaði að honum aftur og spurði hann, hvort hann
vissi, fyrir hvað væri veriö að dæma þenna ungling.
“Já,” svaraði hann. “Það veit eg. Hann er bezti vinur
minn, og fyrir tveim mánuöum síöan bað hann um leyfi
að mega fara heim og sjá móöur sína, sem lá fyrir dauð-
anum. Honum var neitaö um leyfið, en hann fór án
þess, og kom ekki aftur fyr en. fyrir nokkrum dögum
síðan. Hann vissi aö herréttur myndi bíða sín, þegar
ahnn kæmi aftur, en hann segist vera reiðubúinn að líða
hegninguna, hver svo sem hún verði.”
Viö gátum ekki talað rneira saman, því Earl kapteinn
fór að blaða í skjölunum, sem honum höfðu verið send
frá herréttinum. Enginn vissi um dómsúrskurðinn, og eg