Saga: missirisrit - 01.06.1926, Qupperneq 148
146 SAGA
augun ljómu'Su af ást og blíöu, þá breyttu tennurnar
brosinu i ófrýnilegar viprur, svo þaö var engu líkara en
Rúna fitjaöi upp á trýnið, þegar hún brosti. Þaö var
blátt áfram óttalegt fyrir Finn, sem langaöi alt af að
vera góöur viö Rúnu, og hafði oft séö undralönd fram-
tíðarinnar speglast í fögrum augum hennar, en varð þá
litið niður á munninn, þar sem mjallhvítir hermennirn-
ir biðu skakkskældir við innganginn, svo ógurlegir, að
hann þorði aldrei að koma nálægt þeim. Það voru tenn-
urnar, sem breytt höfðu hjarta hans í stein. Og þó leið
Rúnu enn þá ver en Finni. Því hún vissi ósköp vel hvað
að var, og hafði mörg þúsund sinnum reynt að laga á
sér andlitið móti speglinum, og grátið enn þá oftar yfir
því að geta ekkert að gert.
Nú var hún komin heim til sín í vorbliðuna, eftir
vetrardvöl í Winnipeg. Hún hafði aldrei verið að heim-
an fyrri. Nú fögnuðu henni menn og málleysingjar
heimilisins — jafnvel gamalkunnug grösin og trén, sem
komu upp ár eftir ár, og hún hafði hlúð að og horft á,
virtust heilsa henni. Alt var vingjarnlegt. Meira að
segja íslenzku bækurnar, sem foreldrum hennar þótti
vænt um, en hún leit aldrei í, fundust henni nú ómissandi
kunningjar til að fagna sér og bjóða sig velkomna
heim. — Inni voru hlutirnir þöglir vinir. Uti voru alt
lifandi bræður og systur, sem þökkuðu vorinu fyrir
komuna, og báðu það, eins og hún, að gefa sér sumar.
Qg þarna kom Finnur Botn, snöggklæddur, herðabreiður,
með húfuna aftur í hnakka. Rúna var ein úti við og