Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 10
hér á landi. Það fór og saman, að ágæt afla- ár komu nokkur í röð og allt nýttist, sem afl- að var, vegna þess, að Engilsaxar keyptu alla framleiðslu landsins háu verði og hagnýttu hana í hernaðarþarfir. Beinum hernaðaraðgerðum gegn Þýzka- landi lauk í maímánuði 1945 og í júnímán- uði sama ár náði inneign íslands erlendis hámarki, eins og áður segir. Sex mánuðum síðar, eða í desember 1945, hafði innstasðan minnkað um rúml. roo milljónir króna, og síðan minnkar hún jafnt og þétt þar til nú að tekin hafa verið erlendis tvö gjaldeyris- lán. Annað í sterlingspundum að upphæð 26 millj. ísl. króna, en hitt í dollurum að upphæð 7 millj. ísl. króna. Allir vita, að miklu meiri lána er þörf þrátt fyrir allar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að draga úr gjaklevrisnotkuninni. Ekki kæmi höfundi þessara lína það á óvart þó erlendar skuldir — lausar og fastar — yrðu orðnar um 100 milljónir króna í lok ársins 1948. Hver sem vill athuga þetta mál hlutlaust getur þannig sannfært sjálfan sig um, að hin íjáx- hagsJega velgengni heíst nákvæmJega um Jeið og EngiJsaxar koma Jn'ngað tiJ lands og hnignunin hefzt aftux um Ieið og þeir taka að flytja lið sitt héðan af JancJinu. Margir munu segja, að þetta sé eðlilegt, og víst er það svo að fyrir því má færa nokkur rök, en þetta sýnir ótvírætt, að gæfa okkar og gengi er tengt þessum þjóðum öllum öðr- um fremur. Allan þann tíma, sem þær dvöldu hér með her sinn kom ekki til þess, að hinn hernaðaraðilinn — Þjóðverjar — gæti gert hcr nokkur spjöll á landi, svo vel var landið varið af hinum brczku og bandarísku herjum. Og hér er að lokum rétt að nefna það, sem kannske sýnir allra bezt hversu hamingjan var íslandi hlið- lioll með hersetu þessara þjóða í landinu, en það er, að þær hafa nú afhent íslandi að gjöf tvo fullbúna flugvelli, og þar með gert landið að þýðingarmikilli stöð í hnattflug- inu, þar sem ísland verður hér eftir einn allra þýðingarmesti staðurinn á flugferðum milli liins nýja og gamla heims, þegar norð- urleiðin er flogin. Með þessum aðgerðum þeirra er lokið nreira en þúsund ára einangr- un Islands. Aldrei mun því heldur glevmt meðan saga íslands verður skráð af hlutlausum sagnarit- urum, að það voru Bandaríkin — og Banda- ríkin alcin — sem gerðu íslendingum kleift að stofna lýðveldi hér áríð 1944. „Frændur vorir og vinir“ á Norðurlöndum lögðu eftir mætti stein í götu þess, að svo mætti verða, og mun sú afstaða þeirra ávallt varpa nokkr- um skugga á sambúðina við þá, þó við virð- um þeim það nú til fullrar vorkunnar. Bret- ar vildu ekkert frumkvæði heldur eiga að því máli, og Rússar sýndu engan áhuga á því né skilning, senr ekki var heldur að vænta. Eins og hér er sýnt fram á var „hernám" íslands svo frábrugðið öllu öðru hernámi nokkurs lands fyrr og síðar í sögunni, að firnum sætir. Hernumin lönd og þjóðir þeirra stynja oftast lengi undan hernáminu, en íslandi og íslendingum færði það bæði fresli og auð, þó við kynnum ekki á auðn- um að halda. Þess eru engin dæmi fyrr í sögunni, að sá eða Jreir, sem hernámið gerðu, hafi skilið svo vel við hina hernumdu þjóð, sem Bandaríkjamenn og Bretar skildu við ísland og íslenzku þjóðina. IV. Það er þá lieldur ekki ófróðlegt að athuga hvernig íslenzka þjóðin hefir þakkað þann mikla velgjörning að hafa sloppið allra Ev- rópu þjóða bezt við þjáningar og ógnir styrj- aldarinnar og liafa auðgast vel meðan aðrar þjóðir liðu hörmungar ogskort. Þegarathugað er það, sem hér á undan var sagt, virðist svo sem forsjónin hafi beinlínis viljað sýna það í verki, og á sem allra greinilegastan hátt,hversu 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.