Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 25

Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 25
hinar eingilsaxnesku og norrænu þjóðir — skilji vitjunartíma sinn, endurþekki sjálfa sig og snúi inn á þá leið, sem ein liggur til fullkominnar lausnar undan böli þess skipu- lags, sem vér nú stynjum undir. Hér er ekki átt við neinar óraunhæfar að- gerðir eins og þeim hættir til að halda, sem hvorki skilja upp né niður í þeirri þróunar- sögu ísraels, senr ég hefi liér, og víðar, verið að leitast við að skýra fyrir mönnum. Hér er um það að ræða, beinlínis, að færa grund- vallarkenningar Móse laga og Krists út í lífið, út í stjómmálastarfsemina og byggja að fullu og öllu á þeim. Ef það væri gert mundi mannkynið taka mjög stórfelldum framförum í andlegum efnum ekki síður en veraldlegum, á mjög skömmum tíma. En til þess að svo megi verða þarf einhver þjóð að leggja inn á þá braut, og sú þjóð, sem það gerir, verður að skilja til fulls hvílík ábyrgð hvílir á henni. Það er óumræðilega mikill sannleikur fólginn í orðum Krists: „Leitið íyist Guðsríkis og hans réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Stórþjóð á erfitt með að taka upp slíka nýbreytni, en smáþjóð á hægt með það og því minni, sem hún er, því betra á hún nreð að gegna því hlutverki sínu. Einmitt þetta er hlutverk íslenzku þjóðar- innar. Engin þjóð stendur betur að vígi en hún til þess að takast þessa forustu á hendur, og gerast þanu veg „ljósberi þjóðanna", sem enn ráfa í myrkri og villu. Hið fyrsta, sem þjóðin þess vegna þarf að gera, er að leggja niður með öllu hinar hatrömu flokkadeilur, skapa sér fyrirmyndar stjórnskipun og taka upp þá þjóðfélagshætti, sem veitir öllum einstaklingum þjóðarinnar fullt audlegt frjáls- ræði. Alger útrýming kommúnismans verður að vera samfara hinum nýju stjómarháttum, því kommúnisminn er ekki pólitísk stefna heldur glæpaskóli, sem ekki samrýmist stjórn- arskrá nokkurs menningarríkis að haldið sé uppi. Margir munu efast um að því takmarki sé unnt að ná, að gerbreyta svo hugsunar- hætti heillar þjóðar, sem þarf til þess að slíkur árangur náist. En „trúin flytur fjöll“. Eins og það er nærri daglegur viðburður, að trúin megnar að leysa einstaklinginn undan böli og þjáningu og gerbreyta lífi hans og skoðunum, eins megnar Guð að breyta hugs- unarhætti heillar þjóðar og leysa hana und- an bölvun villu þeirrar, sem hún hefir gengið í, ef hún leitai íausnar sinnai til Guðs síns — Jesú Kiists — í sannii og hógvæni a 1- þjóðaibæn. Þá mun hún öðlast þá „leiðsögn yfir harmsins tr)dltu höf“, sem hún nú í dag „hrædd og felmtruð“ leitar að, en finnur hvergi. /. G. ATHYGLISVERÐ UMMÆLI. „Sameignaríkið rússneska bannar þegnum sínum lestur fjölda rita, þar á meðal biblí- una, og þvkir kurteisi. Ef einhver gerist svo djarfur að víta háttalag Sóvjets eða ljósta upp glæpum þess, eru rit hans sett í bann eða hann er ofsóttur, misþyrmt eða jafnvel drep- inn af kommúnistiskum lýð.“ Ilalldói Kiljan Laxness. (Kaþólsk viðhorf, bls. 40.) „öllum, sem í alvöru hafa gert sér far um að skilja eðli stríðsins, hefir frá upphafi verið ljóst, að til átaka hlaut að draga milli þess- ara manna, og þeirra, sem eiga það áhuga- mál heitast, að viðhalda aðstöðu stórfram- leiðendanna og yfirráðum Breta yfir Indlandi og nýlendunum í Afríku. Þessi átök eru þegar hafin í Grikklandi, þeirra hefir og gætt í Belgíu og Frakklandi og eiga eftir að koma berlegar í ljós um það bil sem stríðinu lýk- ur.“ — Þjóðviljinn, 28. des. 1944. DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.