Dagrenning - 01.10.1947, Side 39

Dagrenning - 01.10.1947, Side 39
hindrun þess, að vér trúum þeirri ályktun að þeir scu nú upprisnir, og séu í návist vorri eins og Drottinn þeirra. Endurkoma Krists er ekki í því fólgin, að hann gerist líkur oss heldur í hinu, að vér verðum gerðir líkir lionum. Þeim, sem hafa öðlast vitneskju um hvers sé að vænta, þykir það engum undrum sæta, þótt liinir upprisnu séu ósýnilegir, þótt grafimar hafi ekki opnazt og engir hafi sézt stíga upp úr grafreitunum. — Þeir sem gera sér það ljóst, að hinn upprisni Drottinn vor gerði engin op á veggina í herbergjunum, sem hann kom inn í og fór út úr, þótt dvr væru luktar, þeir, sem minnast þess, að engir sáu hinn upprisna freslara, aðrir en þeir fáu, sem hann birtist sérstaklega og á yfir- náttúrlegan hátt til þess að þeir gætu vottað um upprisu lians, þeir, sem eru þess rninn- ugir, að liann birtist í mismunandi líkams- gerfum, til þess að koma í veg fyrir að vitnin héldu, að hann væri ennþá hold eða eitthvað líkamsgerfið, sem þeir sáu, væri hinn dýrð- legi andlegi líkami hans. Þeir, sem minnast þess að einungis Sál frá Tarsus sá andlega dýrð Guðs, og það á svo undursamlegan hátt, að þeir, sem viðstaddir voru, urðu einskis varir, og það gerði hann blindan, þeir skilja það auðveldlega, að það er ekki veigameiri mótbára gegn upprisu liinna heilögu, þótt menn hafi eigi séð þá með líkamsaugum sín- um, heldur en hitt, að þeir hafa eigi séð Drottinn nú á uppskerutímanum, og hafa aldrei séð engla, sem á allri öld fagnaðar- boðskaparins hafa verið „þjónustubundnir andar útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa.“ * Eigi er það heldur í ósamræmi við þessa hugsun þótt meginliluti kirkjunnar sé upp- hafinn orðinn, en fáeinir þeir síðustu hinna konunglegu presta, séu enn á lífi og bíði, því að postulinn sagði það fyrir, eins og vér höf- úm þegar séð, að röðin vrði þannig. Það er engin vansænrd að bíða, og það er engin lítils- virðing að verða sá allra síðasti sem „um- breytist“. Sumar ritningargreinar geta þess, að þeir síðustu hafi sérstakt verk að vinna hérna rnegin við tjaldið, og það er eins þýð- ingarmikið og nauðsvnlegt verk í konungs- ríkinu eins og það, sem þeir, sem dýrðlegir eru orðnir, vinna hinum megin við tjaldið. Hið dýrðlega höfuð, og þcir limir líkamans, sem eru handan við tjaldið, hafa algerlega yfirstjórnina á þeirn miklu umbrevtingum senr nú eru að gerast og eiga að fara að hefj- ast í heiminum, þeir sem enn eru hérna megin, í holdinu, eru erindrekar konungs- ríkisins og opinbera með anda sínum, orð- um, pennum, bókum og ritum hin „góðu tíðindi mikihar gleði, sem veitast skal öllum lýðum." Þeir segja heiminum hin blessuðu tíðindi um náðarráðstafanir Guð á öldunum, og þeir beina athyghnni bæði að hinum mikla þrengingatíma og blessun þeirri, sem kemur í kjölfar hans er Guð stofnar riki sitt í heim- inum. Það er því göfugt og mikilvægt verk, sem ætlað er þeim, sem eftir eru. Sannar- lega er það starf konungsríkisins og því fvlgir blessun og unaður konungsríkisins. Þótt þeir séu enn í holdinu og leitist við að vinna verk sín með sjálfsfórn eru þeir þegar teknir að njóta unaðar Dröttins — þess unaðar að meta hina guðlegu fyrirætlun rétt og hafa þau forréttindi að vinna að þeirri fyrirætlun og vera samverkamenn Drottins síns og frelsara við það að láta öllum lýðum jarðar í té ævar- andi líf og blessun. Til þeirra og köllunar þeirra er ljóslega bent hjá Jes. (52. 7.) Þar talar hann um „fæt- ur“ eða síðustu limi Krists í holdinu. Hann segir: „Hversu yndislegir eru á fjöllunum (ríkjurn jarðar) fætur fagnaðarboðans, sem gleðitíðindin flytur, hjálpræðið (frelsunina) boðar og segir við Zion: Guð þinn er seztur að völdum (ríki Krists, er stofnað og flvtur DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.