Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 7
unar nokkur atriði, sem fjallað var um í þess- urn kafla fyrir fjórum árurn. Þar segir m. a.: „Næsta dagsetning eftir 4. marz 1945, sem greinilega er merkt í Pýramidanum, er dag- setningin 16—17. ma' '94^- Þiið er i'inri veggurinn í suðurenda „granít-skrínsins“, sem markar þá dagsetningu. Hún svarar ná- kvæmlega til dagsetningarinnar 21. des. 1941. Má því ætla, að það, sem byrjaði 21. des. 1941, muni verða fullkomnað 17. maí 1948. Samkvæmt framansögðu vitum vér nú, að hið mikla bandalag engilsaxnesku þjóðanna í brezka heimsveldinu og Bandaríkjunum hófst raunverulega 21. desember 1941, er Churchill flaug til Bandaríkjanna í þeim erindagerðum að semja um samstarf Bret- lands og Bandaríkjanna í vfirstandandi ófriði.“ Þá eru og í þessari sömu grein í „Vörðu- brotum“ tekin upp þessi ummæli eftir David Davidson úr bók hans Donrination oí Baby- lon (útg. 1939): „Tímabil hins mikla bandalags „þjóða Guðs“ (þ. e. engilsaxnesku og norrænu þjóð- anna), sem á að undirbúa hina nýju heims- skipan, á því að hefjast 20. desember 1941 og þeim undirbúningi að verða lokið 16. maí 1948.“ Má af þessum orðum D. Davidsons og fleirum, er síðar verða tilfærð, sjá, að hann telur að báðar liinar „innri“ dagsetningar skrínisins séu samstæðar og þannig munu flestir líta á. í „Vörðubrotum“ eru tilfærðar þessar setningar um þetta efni eftir Adam Ruther- ford: „Dagsetningin 21. desember 1941 er af- mörkuð þar, sem fvrst hefst mælingin í inn- anverðri granítkistunni eða „skríninu" í Kon- ungssalnum í Pýramidanum mikla. Á lík- ingamáli Pýramidans samsvarar „skrínið“ í Konungssalnum sáttmálsörkinni í tjaldbúð ísraelsmanna í Jerúsalem til forna, enda er rúmtak beggja — skrínsins og sáttmálsarkar- innar — hið sama. Frá sáttmálsörkinni geislaði skínandi ljós guðlegrar nálægðar og eins merkir „skrín- líkingin“ í Pýramidanum, að á tímabilinu frá 21. desember 1941 til 17. maí 1948 muni „hin mikla réttlætissól upp renna með græðslu undir vængjum sínum“.----------- „Þannig mun hið blikandi ljós „morgun- stjörnunnar", er byrjar að skína 1941, renna inn í geisla hinnar „upprennandi sólar“ á tímabili „dagrenningarinnar“ milli ársloka 1941 og sumarsins 1948. Með öðrum orðum: Hið mikilsverða upphaf að undirbúningstil- liögun (framtíðarskipulagsins), sem vér verð- um vitni að á þessu ári (þ. e. 1941), og tákn- ar byrjun hinnar nýju aldar frelsisins, er ekkert í samanburði við þau fádæma tíðindi í þessa átt, sem verða munu næstu sjö árin, þegar hinn upprisni Kristur beitir hinum mikla mæt'ti sínum til lausnar mannkyninu og til ævinlegrar útn mingar ófriði á jörðinni. Frá þessum mánuði (des. 1941) að telja má því í þessu sambandi búast við atburð- um, sem ekki eru fyrr dæmi til.“ í framhaldi af þessu segir svo í hugleið- ingum mínum í „Vörðubrotum": „Eins og áður er bent á, í kaflanum um 21. desember 1941, fór það svo, að einmitt hinn tiltekna dag, 20.—21. desember 1941 hófst samvinna Engilsaxa fyrir alvöru og með þeim hætti, að til slíks samstarfs eru engin dæmi fyrr í veraldarsögunni. Af ummælum Ruther- fords er augljóst, að hann telur, að 17. maí 1948 muni þessi samvinna verða orðin full- komnuð.---------- Báðir telja þessir pýramidafræðingar, D. Davidson og A. Rutherford, að tímabil þetta tákni sameiningu ísraelsþjóðanna í eitt sam- fellt þjóðasamband, sem stefni að því að koma á i heiminum „hinni nýju öld“, er koma skal, þar sem mannkynið lifír í friði DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.