Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 21
Öll fyrsta málsgrein spádómsins er þá þannig: „Heyr land vængjaþytarins, hinumegin Blálands fljóta, er gjörir út sendimenn vfir hafið og í reyrbátum yfir vötnin.“ Það er athyglisvert í þessu sambandi, að ameríska og enska Biblían nota í staðinn fyrir orðið „sendimenn“ orðið „ambassadors“, sem venjulega táknar sendimenn opinbers valds, sérstaklega skipaða, meiriháttar full- trúa þjóðarinnar. Spádómurinn bendir þannig á, að það muni verða alveg sérstak- lega eftirtektarvert um þetta „land vængja- þytarins", að það muni gera út sérstaka sendi- menn til annarra landa og þjóða í þýðingar- miklum erindum. Revnslan hefir fært oss lieim sannin um það, að í þeim tveim stvrj- öldum, sem nú hafa verið háðar, hafa úr- slitin algjörlega oltið á „sendimönnum" þessarar þjóðar, — „ambassadorum" — þ. e. hershöfðingjum Bandaríkjanna og herliði því, sem þeim fylgdi. Spádómurinn segir ennfremur, hvemig þessir „sendimenn“ frá „landi vængjaþvtar- ins“ aðallega ferðast. Þeir ferðast „í reyrbát- um yfir vötnin“. „Reyrbátarnir", sem spá- maðurinn sér, eru vafalaust flugvélar nútím- ans. Það er greinilega léttleiki þessara báta, sem athygli hans beinist fyrst og fremst að og hann sér þá svífa yfir vötnin, og getur það eins þýtt fyrir ofan þau — þ. e. í loftinu — eins og ofan á fleti þeirra, þó að þýðendurnir, sem enga slíka loftbáta þekktu, hafi lagt þá merkingu í orðin. Vér, sem nú lifum, vitum, að það sem einmitt einkennir ferðalög Bandaríkjamanna, sérstaklega þó hemaðarferðalög þeirra, eru flugferðir þeirra og flugfloti. Einn þeirra Englendinga, sem nokkuð hefir ritað um þennan spádóm — David Da- vidson —, segir að niðurlag þessarar setn- ingar sé réttast þannig: „that sends its en- vovs overseas taking off from the waters in light, winged craft of the fleets“. Þetta þýðir: DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.