Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 14
M O SFELLI. Hinn 8. febrúar s.l. andaðist sira Guðmundur Einarsson að heimili sinu, prestssetrinu að Mosfelli i Grimsnesi, rúmlega 70 ára að aldri. Með honum er i valinn fallinn einn þeirra sárafáu islenzkra kennimanna, sem hafa skilning á þeim freeðum, sem Dagrenning hefir verið að reyna að kynna mönnum undanfarin ár, um skyld- leikann milli liinna fornu ísraels- rhanna og hinna núverandi nor- rœnu og engilsaxnesku þjóða, og á dulmáli „Steinbibliunnar miklu“ — Pýramidanum mikla á Egypta- landi. Ekki man ég nú, hvernig það atvikaðist, að við sira Guðmundur Einarsson kynntumst fyrst, enda skiptir það litlu. Hitt man ég vel, og hefi ávallt þakkað lionum, hve drengilega og traustlega hann rétti mér hönd, þegar ég hafði skrifað „Vörðubrot“. Þótt „Vörðubrot“ vekti mikla athygli þegar þau komu út — 1944 —, voru þeir ekki margir, sem um þau skrifuðu, eða minntust þeirra opinberlega, og þeir, sem það gerðu, drógu allir mjög í efa þœr kenningar, sem þar var haldið fram. En þá birti sira Guðm. Einarsson hinn ágœta rit- dóm sinn um bókina i „Kirkju- ritinu“ (janúar 1945). Það var sú mesta hvatning, sem ég gat fengið til þess að halda þessu starfi minu áfram, sem þessi merki kirkjuhöfðingi iieitti mér. Hon- um fórust þar m. a. orð á þessa leið: „Það er sannarlega ánœgjulegt, þegar leikmenn taka sér þannig fyrir hendur að rannsaka þessa huldu dóma og hafa áræði til þess að birta þessar lmgleiðingar sinar fyrir alþjóð, en þó einkum þegar svo skýr og góð rök eru feerð fyrir þeirn, eins og höf. hefir gjört. Ég, fyrir mitt leyti, 12 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.