Dagrenning - 01.04.1948, Page 27

Dagrenning - 01.04.1948, Page 27
u r eru greinarnar með öllu á — ríkin sem heild — höggnar af með hinni bitru sigð. Er hægt að tákna þetta öllu betur en hér er gert? # En spádómurinn segir oss einnig, hvernig fara muni unr þessa uppskeru. I íslenzku Biblíunni segir: „Allir saman skulu þeir gefnir verða ránfuglum fjallanna og dýrum jarðarinn- ar.“ í sænsku þýðingunni, sem hér er betri og réttari, hljóðar þessi setning svona: „Alltsammans skall lemnas til pris át rovfuglarna pá bcrgen och djuren pá marken.“ Þetta þýðir: „Allt saman skal það ofur- selt verað ránfuglum fjallanna og dýrum merkurinnar (þ. e. skógarins)." Það, sem í þessum orðum felst, er þá í stuttu máli þetta: Allt það, sem af verður sniðið — þ. e. vínviðargreinarnar — ríkin — og frjóangarnir — frelsishreyfingar fólksins — allt mun það verða fengið í hendur „rán- fuglum fjallanna“ og „dýrum merkurinnar". „Ránfuglamir“ og „skógardýrin" eru hvort tveggja táknræn orð og mjög mikið notuð í spádómsritum Biblíunnar flestum eða öll- um. Að vera fenginn „fluglum loftsins“ eða „dýrum merkurinnar“ til fæðslu virðist tákna það, að sá, sem í hlut á, muni ofurseldur verða kúgun, ánauð og harðstjórn — muni verða rifinn og tættur sundur af utan- aðkomandi öflurn eða í byltingum. Sænskur maður, G. Strömberg að nafni, sem varði tíu árum ævi sinnar til þess að skrifa skýringar við Opinberunarbókina og fleiri spádóma í Biblíunni, sem eru hliðstæð- ir spádómum hennar, skýrir þetta orðatil- tæki spádómanna á þessa leið: „Það, að vera fenginn til matar ránfugl- um alls konar og dýrum merkurinnar merkir, þegar um ríki er að ræða, að slíkt ríki muni verða sundurtætt af öðrum, óviðkomandi ríkjum. Margir staðir í Biblíunni sýna oss og sanna, að „ránfuglar“ og „dýr merkur- innar“ eru notað til að tákna heiðin ríki." Spádómurinn segir þannig, að þessar „greinar", — þ. e. ríki —, sem sniðnar verða af, muni verða að bráð grimmum, pólitísk- urn „rándýrum“ og „ránfuglum". sem að því standa að undiroka og kúga hið ógæfusama, villuráfandi mannkyn. En spádómurinn segir meira, þessu til skýringar. Hann gerir glöggi - an mun á þeim tíma, sem „ránfuglarnir“ sitja að bráðinni, og þeim tírna, sem „dýr merkurinnar" — rándýr skógarins — sitja að henni. Versið, sem um þetta fjallar, er þannig í íslenzku Biblíunni: „Ránfuglarnir skulu sitja á þeim sum- arlangt og öll dýr jarðarinnar halda sig þar, þegar vetrar.“ Því rniður er þessi skýring of óljós, til þess að allir megi skilja við livað er átt. Nokkru nær verður komizt, ef sænska Biblían er athuguð. Þar segir: „Rovfuglarna sola der ha\ a sina nesten over sommaren och markens alla djur liggja der om vinteren." Rétt sþýðing á þessu versi er þannig: „Ránfuglarnir skulu hafa hreiður sín þar vfir sumarið og öll dýr merkurinnar liggja þar á vetrum.“ I þessu versi felst mjög athyglisverð bend- ing, því að hér er gerður svo glöggur greinar- munur á „ránfuglunum“ og „dýrurn merkur- innar“, að það er rétt að athuga þennan mun ofurlítið nánar. \hð skulum fyrst athuga, hvað átt muni við með „dýr jarðarinnar“ eða „dýr merkur- innar“. „Dýr jarðarinnar“ ber áreiðanlega að skilja sem „dýr merkurinnar" — þ. e. hin villtu dýr skóganna. Hver eru þau? Fvrst og fremst hin grimmu rándýr: úlfar, refir, ljón, DAGRENN I NG 2S

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.