Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 13
móti honum með vögnum, riddurum og mörgum skipum, og brjótast inn í lönd hans og vaða yfir þau og gevsast áfram. Þá nmn hann og brjótast inn í það landið, sem er prýði landanna og tíu þúsundir munu að velli lagðar ,en þessir munu bjarga sér und- an hcndi lians: Edomítar, Móabítar og kjarni Ammoníta. Og hann mun rétta hönd sína út yfir löndin, og Egyptaland mun ckki kom- ast undan; hann mun kasta eign sinni á fjár- sjóðu Egyptalands af gulli og silfri og á allar gcrsemar þess, og Líbýumenn og Blálend- ingar munu vera í för með honum. En fregn- ir frá austri og norðri munu skclfa hann; mun hann þá í mikilli bræði hefja ferð sína til þess að eyða og tortíma mörgum. Hann mun slá skrauttjöldum sínum milli hafsins og fjalls hinnar helgu prýði; þá mun hann undir lok líða og enginn hjálpa honum.“ (Dan. ii., 41—45). Engum blöðum cr um það að fletta, að hér er verið að segja frá innrás llússa (kon- ungsins norður frá; The King of the North) í Palestínu. Þar sem í ísl. Biblíunni standa þessi orð: „þá mun hann brjótast inn í það landið, sem er prý'ði landanna og tíu þúsundir munu að velli lagðar“, stendur í ensku Bibliunni: „He shall enter also into thc glorious land, and many countries shall be over- thrown." En þetta þýðir: „Hann mun einnig ráðast inn í landið helga, og mörgum ríkjum mun verða kollvarpað.“ — ■ Öllum Biblíuskýrendum kemur saman um, að „the glorious land“ eða „landið, sem er prýði landanna," sé Palestína. í þýðingu Moffats á Biblíunni er þetta beinlínis orðað þannig: „He shall also invade the fair land of Palestine." — Ef „Konungurinn norður frá“ eru Rússar, er „Konungurinn suður frá“ vafalaust hið arabiska ríkjabandalag. Virðist því svo, sem Rússum og Aröbum nmni lenda saman út af Palestínu, og það muni verða tilefni inn- rásar Rússa í löndin við botn Miðjarðarhafs;. Eins og málin liggja nú fvrir, er ckki ólík- legt, að þessi átök verði einmitt þannig. llússar cru eina stórþjóðin, scm nú orðið heldur fast á skiptingu Palestínu í tvö ríki. Arabaríkin eru algjörlega andvíg skipting- unni, svo Gvðingar, sem vilja fyrir hvern mun skiptingu landsins, eiga í rauninni hvergi athvarf nema hjá Rússum. Líklegt er, að Rússar yfirgefi nú bandalag Sameinuðu þjóðanna og hverfi að því ráði, að safna í sinn poka þeim ríkjum, er þangað vilja liverfa, og er þá greinilegt, að hið nýja Júda- ríki, sem stofnað verður 16. maí n. k., nmn helzt leita ásjár undir verndarvæng Rússa. Hvort þessi átök þurfa að leiða til styrj- aldar þegar í stað mflli Engilsaxa og Rússa, skal ósagt látið. Arabaríkin, sem engum for- tölum viljá taka, er líklegt að einnig hverfi úr bandalagi Sameinuðu þjóðanna, og ekki er ólíklegt, að Rússar beiti við þær sömu að- ferð og þeir beita nú í Kína, að efla komm- únistaflokka hinna ýmsu rikja til uppreisnar og koma þannig á liorgarashrjöld í lönd- unum, er smátt og smátt hyrfu svo í gin rússneska bjarnarins, mcðan Engilsaxar sætu á eilífum ráðstefnum, gerandi þýðingarlaus- ar samþykktir um allt og ekkert, meðan llússar færðu út ríki sitt eftir vild. Af því, sem nú hefir sagt verið, má þá draga þá ályktun, að allt bendi nú til þess, að frá spádómsdeginum 16—17. 111 a> muni hvort tveggja verða: Miklu nánari samvinna milli hinna norrænu og engilsaxnesku þjóða cn verið liefir, og fullnaðarslit milli Rússa og Engilsaxa og frá þeim degi draga meir og meir til nýrrar sty'rjaldar — þriðju og síð- ustu heimsstvrjaldarinnar. DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.