Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 15
verð að ]áta það, að ég hefi hvergi séð aðgengilegri skýringu á Oþin-
berunarbókinni en i þessari bók, þvi að þótl ég áður vœri mjög hrifinn
af síýringum Madsens biskuþs, kennara mins, um þessi efni, og þar vœri
margt skarpviturlega mælt, þá held ég þó, að hér sé stigið stórt stig lengra
fram og i enn réttari átt til lausnar þessara huldu mála.“
Þessi hvatning sira Guðm. Einarssonar varð mér til mikils góðs. Ég hélt
öruggari áfram, þegar ég vissi að einn af merkustu og lœrðustu mönnum kirkj-
unnar leit þannig á viðleitni mína. Siðar, er við sr. Guðmundur Einarsson
vorum orðnir vinir, og áttum marga viðrœðustund um þessi sámeiginlegu hugð-
armál okkar, benli liann mér á margt og frœddi mig um margt, sem hann
hafði veitt athygli og rannsakað í þcssum frœðum.
Æviatriði síra Guðmundar Einarssonar verða ekki rakin hér né heldur hið
merka og langa þjónsstarf hans i þágu Krists, sem hann leitaðist við að þjóna
alla tið frá þvi er hann á námsárum sinum fékk þá köllun, með þeim sérstaka
hretti, er vinum hans einum og nánustu æltingjum mun kunnugt um. Um það
munu allir sammála, sem hann þekktu, að þeirri köllun rcyndist hann trúr allt
til hinstu stundar.
Sira Guðm. Einarsson var hinn leerðasti maður í ýmsum greinum, en sérstak-
lega vel œrður var hann í hebreskri tungu og hélt kunnáttu sinni á þvi máli
vel við fram lil þess siðasta. Ýmsar ritgerðir hans bera þessum lærdómi hans
gott vitni, enda munu allir, sem hafa lésið þessar ritgerðir hans með athygli,
sannfærast um, að liann byggði skoðanir Sinar á skyldleika islenzku og hebresku
á alltraustum grunni, grunni, sem hann hafði að rniklu leyti byggt sjálfur.
Mér er kunnugt urn, að á þessu sviði liafði sr. Guðm. Einarsson unnið mikið
starf, sérstaklega i rannsókn á skyldleika hins forna rúnaleturs við hið gamla
stafróf Hebrea — ísraelsmanna. — Um þetla efni hafði hann samið mikið rit,
sem ekki er þó unnt að prenta hér á landi, vegna rúnaletursins og annarra
fornmálatákna, sem nauðsynleg eru við útgáfu slikrar bókar. Væri það mjög
illa farið, ef þetta rit sr. Guðm. Einarssonar glataðist eða legðist meðal gleymdra
handrita og kæmist ekki fyrir augu þeirra erlendra visindamanna, sem lausir
eru við þá fordóma á sviði málrannsókna, sem virðast oftast allsráðandi hjá
útkjálkavisindum meðalmennskunnar. — „Dagrenning“ vildi eiga lilut að því
að þetta merka rit sr. G. E. kæmist út og þann veg launa að litlu leyti vinsemd
og drenglund þá, sem sr. G. E. sýndi málstað hennar.
Þessar fátæklegu linur eiga. að vera kveðja til þin, sr. Cruðmundur Einarsson,
og þökk frá mér fyrir þína hreinu og sönnu vináttu, sem ég á engan hátt verð-
skuldaði, eða gat endurgoldið að verðleikum.
Friður frelsarans, Jesú Krists, fylgi þér inn i hin ókunnu lönd handan við
haf dauðans.. J. G.
DAGRENN I NG 13