Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 28
tígrisdýr og önnur smærri rándýr, slöngur og því um líkt. — Þetta eru dýr mcrkur- innar eða skógarins, og það eru þau, sem fyrst og fremst er átt við. Urn ránfugla fjall- anna er óþarft að fjölyrða. Allir þekkja þá. Við verðurn að gera okkur það ljóst, að hér er um hreint hkingamál að ræða. „Rán- fuglar fjallanna“ er táknmynd, sem brugðið er upp, og „dýr merkurinnar“ er önnur tákn- mynd og þó báðar hafi sama tilganginn, er þó tvímælalaust verulegur munur á þessum rándýraflokkum. Hver mundi sá munur vera? „Ránfuglar fjallanna“ — táknar vafalaust ln'na pólitísku valdhafa, sem liremma bráð sína „úr loftinu“ — ofan að. Þeir munu, segir spádómurinn, „gera hreiður sín þar sumarlangt“, en það merkir að sjálfsögðu, að þeirra tími er fvrst og fremst meðan verið er að ræna og rýja hinar ógæfusömu þjóðir. Þá fljúga þeir á brott og „veturinn“ tekur við. En þá kemur tími hinna dýranna — þeirra, sem lifa í mvrkri skógarins og jarðholum hans. „Dýr merkurinnar“ tákna hér vafa- laust hinar byltingasinnuðu „hreyfingar“, scm alls staðar fljóta í kjölfar ytra ofbeldis og valdbeitingar. Hin skammsýnu, gráðugu og villtu dýr skógarins eru höfð sem tákn- mynd fj'rir hinar skammsýnu, freku og villtu uppreisnarlýði hinna ógæfusömu landa. Þeirra tímar koma á eftir, þegar „ránfuglar fjallanna“ hafa sumarlangt matað krók sinn. Lítum nú á, í framhaldi af þessu, hvernig Rússar leika „hinar afhöggnu greinar". Þess- um ógæfusömu þjóðum er fyrst gert að greiða stórkostlegar bætur, ýmist í löndum, framleiðslu eða nreð því að „herleiða" veru- legan hluta þjóðarinnar til nauðungarvinnu í Sovietríkjunum. Þegar þetta hefir allt verið ákveðið og „ránfuglar fjallanna" hafa þannig tekið „sumaruppskeruna“, „sníða" þeir alla frjóangana af, þ. e. banna alla flokka og frelsishreyfingar fólksins og afhenda ríkin hinum kommúnistisku glæpafélögum, sem brjótast til valda í skjóli „ránfuglanna“ oft með hjálp heimskra og fáráðra svokallaðra „vinstriflokka“, sem ásamt glæpalýð kommúnismans, er réttilega táknaður í spá- dómum Biblíunnar sem „dýr merkurinnar“ — hyjenur, úlfar, refir, rottur og höggorm- ar. — Bctri lýsing verður tæpast fundin handa þessum óþurftarlýð, sem fengið er það hlutverk að leggjast á náinn, þegar hin- ir pólitísku gammar „sigurþjóðarinnar“ hafa rutt brautina fyrir þá — drýgt þjóðarmorðið. Og nú er aðeins niðurlag spádómsins eftir því hann er aðeins ein sjö vers. Og niður- lagsorðin eru þessi: „Á þeim tíma skulu gjafir verða færð- ar Drottni hersveitanna frá hinum há- vaxna og gljáandi lýð, sem hræðilegur ur var þegar frá upphafi vega sinna, frá liinni afarsterku þjóð, sem allt treður uudir fótum sér, um hverrar land fljótin renna, til þess staðar, þar sem nafn Drottins hersveitanna er, til Zion-fjalls.“ Þetta niðurlag er ekki torskilið. Eftir að þjóðlönd þau, sem „sendiboðarnir“ levsa úr ánauð hinnar, afarsterku þjóðar“, hafa geng- ið í gegnum eldraun byltinganna og kúgun- arinnar, sem af einræðisaðgerðum allra bylt- inga leiðir, hverju nafni sem þær nefnast, munu þær leita inn á nýjar brautir. Þær munu snúa frá villu sinni og heiðindómi efnishvggjunnar inn á veg sannrar trúar. Að- gerðir Sovíetríkjanna niunu verða til þess, að opna augu þessara þjóða svo að þær færi Guði sjálfar sig að gjöf.“ Og í þeirra hópi verða ekki síður sjálfar þjóðir Sovjetríkjanna, — sigurþjóðarinnar. — Og það er athvglis- vert, sem spádómurinn segir um það hvert gjafirnar verða færðar. Þær verða færðar Drottni til — Zion-fjalls. — Zion er nafnið á borg Guðs — borg ísraelsþjóðarinnar. — Zion-fjall er ríki ísraels — þ. e. hið engil- saxneska, norræna þjóðabandalag. — Fvrir því ríki mun hin afarsterka þjóð, sem allir 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.