Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 22
„sem lætur sendiboða sína lyfta sér upp frá vötnunum á léttvængjuðum farkostum flot- ans“. Ef þessi þýðing er rétt, eins og David Da- vidsson heldur frarn að hún sé, þá er ekki um það að villast, við hvað er átt. Og næsta setning styður þetta enn. Því að þar segir: „Farið þér, hröðu sendiboðar“. — Hér kem- ur hið glögga einkenni flugsins — hraðinn — fyrst til sögunnar. Þér „hröðu sendiboðar" táknar auðvitað það, að þeir séu fljótir í för- um. Mér finnst þessi setning taka af öll tvímæli um að hér sé átt við flugmenn nú- tímans. # En hvert eiga hinir „liröðu sendiboðar“ að fara? Þeir eiga að fara: „til lýðsins, sem hræði- legur var þegar frá upphafi vega sinna, til liinnar afarsterku þ/óðar, sem allt treður undir fótum sér, — um hverrar land fljótin renna“. Ég hefi með vilja sleppt hér úr tveim orðum og mun víkja að þeim síðar, því að þau þurfa nánari skýringa. Hver er þessi lvður, sem var „hræðilegur þegar frá upphafi“? Hver er hún, þessi „afar- sterka þjóð, sem allt treður undir fótum sér“, og sem „land vængjaþvtarins“ sendir „am- bassadora“ sína til að heimsækja í „væng- léttum farkostum“? Hér þarf nákvæma at- hugun áður en fullvrt er nokkuð. Við skulum þá fyrst líta á þessi tvö lýs- ingarorð, sem ég sleppti. í íslenzku Biblí- unni eru ummælin þannig: „Farið þér, hröðu sendiboðar, til hinnar hávöxnu og gí/áandi þ/óðar, lýðsins, sem hræðilegur var“ o. s. fr\'. Þessi orð: „hávöxnu og gljáandi þjóðar“, hafa villt marga, og sé þetta borið saman í Biblí- um hinna ýrnsu tungna, kenmr í ljós, að liér er um eina af þessum vandræða þýðingum að ræða. í sænsku Biblíunni, þar sem þessi spádóm- ur er að ýmsu levti einna bezt þýddur, er þjóð þessi kölluð: „resliga folket nrcd glans- cnde hy“, sem þýða mætti: „tígulega þjóð, gljáandi hið ytra“. í amerísku og ensku Biblíunni eru í þessu sambandi notuð orðin „scattered ancl pcel- ed“, sem þýðir: „dreift eða tvístrað og upp- skafið“. í Moffats-þýðingunni eru notuð orðin „tall end bronzed", sem þýðir hávaxin og bronsuð, eða m. ö. o. með annarlegum lit. Og svona mætti lengi telja. Ilvað má þá helzt lesa út úr þessurn rnörgu og mismunandi þýðingum? Það, sem flcstum kemur saman urn, scm þctta athuga af gaum- gæfni, er það, að hér muni vera átt við mikla þjóð, hávaxna og tígulega, í þeim skilningi, að hún sé stórþjóð, sem kemur kurtcislega frarn í hinu \'tra lífi (gljáandi hið ytra, upp- skafin, lrronsuð), en sem jafnframt er yfir- taks öflug og öllum stendur ógn og skelfing af. í hinni merkilegu Biblíu-þýðingu Ferrar Fentons er ekkert af þessurn orðum notað, heldur stendur þar, að sendiboðarnir skuli: „Speak to a bold, conquering Nation“, — þ. e.: „Tala til dirfskufullrar landvinninga- þjóðar,“ og e. t. v. er það þessi þýðing, sem einmitt er hvað réttust. í sænsku Biblíunni segir: „tiiJ folkct som er so fiuktat vida omkiing, det staika och segenika folkct“. Þetta þýðir: „til þjóðarinn- ar, sem flestum stendur ógn af, hinnar sterku og sigursælu þjóðar“. Og loks er nefnt eitt auðkenni á landi þessarar þjóðar, og það er þetta: „Um hvcrrar land fljótin renna.“ Þessi setning leiðir hug- ann óhjákvæmilega að þcirn landssvæðum jarðarinnar, þar sem mikið er um fljót og ár. Hver er þá þessi „sterka og sigursæla þjóð“? Mér er engin launung á því, að mér finnst öli lýsingin eiga við Rússa og hið mikla land, scm þeirn lýtur nú, en sem verður eftir til- töiulega skamman tíma þó enn stærra, þegar Rússaveldi nær frá Saxelfi, eða jafnvcl frá Atlantshafi, að Jangtsekiangfljóti í Kína eða jafnvel enn lengra suður, allt að Kyrrahafi. 20 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.