Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 41
„Ilalfdan konungur var vizkumaður mikill og sanninda og jafnaðar og setti lög og gætti sjálfur og þrýsti öllum til að gæta, og að eigi nrætti ofsi steypa lögunum, gerði liann sjálfur saktal og skipaði hann bótum hverj- um eftir sínum burð og metorðum. Hann hafði verið allra konunga ársælstur.“ Af þessari lýsingu má marka það, að Half- dan hefir verið friðarhöfðingi. Hann stjórn- ar ríki sínu með vizku og skörungsskap, cn á ekki í illdeilum við aðra, eftir að liann hefir hrundið af sér árásum nágrannanna. Undir lögum hans og viturlegri stjórn blómgvast ríkið og lýtur að því setningin, að hann var allra konunga ársælstur. Vegna friðarins blómgvast bú manna og það þakka menn konungi. Heimskringla segir það um Svía, að þeir sé vanir að „kenna konungi bæði ár og hallæri“. Ilafði og einum for- föður Halfdanar konungs, Ólafi trételgju konungi, orðið að því, er svo nrargt fólk streymdi til hans á Vermaland, að þar varð hallæri og sultur, þá kenndu Svíar honum um og brenndu hann inni. Er svo skamrnt á milli Vermalands og ríkis Halfdanar kon- ungs, að ekki er ósennilegt, að þar hafi ríkt hin sama trú, enda töldu þegnar hans að honum væri árgæzkan að þakka. Kemur það vel fram í niðurlagi sögu hans: „Svo rnikið gerðu menn sér um hann, að þá er það spurðist, að hann var dauður og lík hans var flutt á Hringaríki og var þar til graftrar ætlað, þá fóru ríkismenn af Rauma- ríki og af Vestfold og Heiðmörk og beidd- ust allir að hafa líkið með sér og heygja í sínu fylki, og þótti það vera árvænt þeirn, er næði. En þeir sættust svo, að líkinu var skipt í fjóra staði, og var höfuðið lagt í haug að Steini á Hringaríki, en hverir fluttu heim sinn hluta og heygðu, og eru það allt kall- aðir Halfdanarhaugar.“ Halfdan konungur hafði ríkt í rúm 20 ár, og var sem sagt ekki nema fertugur, þegar hann lézt. Hann hefði því getað setið önn- ur 20 ár að ríkjum, eða lengur, ef honum hefði enzt aldur, og engin ástæða er til að ætla annað en að hann hefði stjórnað rík- inu með sömu forsjá og áður. Og þá hefði margt farið öðru vísi en fór. Haraldur sonur hans, sem seinna var kall- aður hárfagri, var tíu ára drengur, þegar ríkið bar undir hann, og var því ekki mikillar stjórnsemi af honum að vænta. Enda var það annar maður, sem þá fékk öll völd, Guttormur hertogi, móðurbróðir hans. Eftir lát Halfdanar tóku nágrannahöfðingjar að vcita ríkinu ágang og varð Guttormur að grípa til vopna til að verja landið. Varð hann sigursæll og eins og fleiri herforingjar lét hann sér ekki nægja það að sigrast á óvinum sínum, heldur fór hann með ófriði á hendur öðrum höfðingjum og létti ekki fyrr en hann hafði brotið allan Noreg undir ríki Haralds konungs frænda síns. Var því lokið á tíu irum (858—868) eða þegar Har- aldur var tvítugur. Er venja að telja að eftir Hafursfjarðarorustu hafi Haraldur orðið ein- valdskonungur yfir öllum Noregi, en sú or- usta stóð 868. „Eftir þessa orustu fékk Har- aldur konungur enga mótstöðu í Noregi. Voru þá fallnir allir liinir rnestu fjandmenn hans, en sumir flýðir úr landi og var það allmikill mannfjöldi, því að þá byggðust stór eyðilönd. Þá bvggðist Jamtaland og Hels- ingjaland og var þó áður hvort tveggja nokk- uð byggt af Norðmönnum. í þeim ófriði er Haraldur konungur gekk til lands í Noregi, þá fundust og byggðust útlönd, Færeyjar og ísland. Þá var og mikil ferð til Hjaltlands, og margir ríkismenn af Noregi flýðu útlaga fyrir Ilaraldi konungi og fóru í vesturvík- ing, voru í Orkneyjum og Suðureyjum á vetrum, en á sumrum herjuðu þeir í Noreg og gerðu þar mikinn landskaða.“ Það hlýtur að vera auðskilið hverjum manni, að það er ekki Haraldur, tíu ára DAGRENN I NG 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.