Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 23
Á engu yfirráðasvæði munu vera fleiri stórár en á þeinr svæðum, sem Rússar ráða. Rússarnir eru stórþjóð og þeir eru allra manna kurteisastir hið ytra. Engin þjóð fagn- ar gesturn neitt líkt og Rússar, né tekur þeim fram um glæsileik í veizlum og öllu ytra skarti. Hins vegar eru þeir sú þjóð, sem ná- grannar þeirra hafa hræðst frá „upphafi sinna vega“, og þeir eru óhlífnir og troða undir fótum sér alla þá, sem þeir fá undir yfirráð sin, það er augljóst þessa dagana. Það er til þessarar þjóðar, sem flugmenn Bandaríkj- anna verða sendir, þegar tíminn er kominn. * í sambandi við þetta, sem sagt hefir verið, og sérstaklega þá hugsun, sem glögglega kem- ur frarn í sænsku Biblíunni, sem kallar Rúss- ana „det starka och segerrika folket“, má minna á niðurlagsorðin í ræðu þeirri, er Stalín flutti á „friðardaginn 9. maí 194;“- Ræðan var öll birt í blaði Rússa hér á landi hinn 9. júní 1945. Niðurlagsorðin eru þessi: „Félagar! Ilinu mikla ættjarðarstríði er lokið með algjörum sigri vorum. Styrjaldar- tímabili í Evrópu er lokið. Tímabil friðsam- legrar þróunar er liafið. Ég óska ykkur til hamingju með sigurinn, kæru ættjarðarvinir, karlar og konur. Heiður sé hetjuhernum, rauða hernum, sem varðveitti sjálfstæði ættjarðar vorrar og vann sigur yfir óvinunum! HEIÐUR SÉ HINNI MIKLU ÞJÓÐ VORRI, SIGUR- ÞJÓÐINNI." (Leturbr. hér.) — „Det starka segerrika folket“ stendur hjá Jesaja. — Hvort mun hér ekki rétt til getið? Það er rétt að láta þess getið, að Stalín nefndi það hvergi í sigurræðu sinni, 9. nraí 1945, þegar hann lofaði og vegsamaði „sigur- þjóðina“, að hinir „hröðu sendiboðar“ frá „landi vængjaþvtarins“ höfðu fært „sigur- þjóðinni" hergögn, þar á meðal skriðdrekana og flugvélarnar, sem stríðið vannst nreð, fyrir hvorki rneira né minna en eJIefu þúsund milljónii dolJara. Þess var óþarft að geta, enda mun „sigurþjóðin" aldrei ætla sér að greiða skuldina. * Næsta vers spádómsins er mjög athyglis- vert. Það er þannig í íslenzku Biblíunni: „Allir þér, sem heimskringluna bjggið og á jörðu búið, skuluð sjá, þegar rnerkið er reist á fjöllunum, og hlusta, þegar blás- ið er í lúðurinn.“ Þótt um það verði ekki efast eftir þessari þýðingu, að hér er um að ræða undirbúning að stórfelldum hemaðaraðgerðum, sem öll- um verða augljósar, er rétt að vekja athygli á því, að í amerísku og almennu ensku Biblíunni eru þessi vers nokkuð öðruvísi. Þar segir: „Allir þér, sem heimskringluna byggið, takið eftir (see you), þegar hann reisir hermerkið á fjöllunum, og þegar hann blæs í lúðurinn, þá hlustið þér.“ Hér er þetta miklu ákveðnara og skiljan- legra en í íslenzku þýðingunni. En þá vakn- ar spurningin: Hvaða hann er það, sem „reis- ir hermerkið á fjöllunum" og „blæs í lúður- inn“? Svarið getur eftir eðli málsins og sam- bandinu í spádómnum aðeins orðið eitt. Þessi Jiann er „lýðurinn, sem hræðilegur var þegar frá upphafi sinna vega, hin afarsterka þjóð, sem allt treður undir fótum sér, unr hverrar land fljótin renna“. Það er athyglisvert — og því skyldi ekki gleynrt, — að íbúar jarðarinnar eru hér alveg sérstaklega áminntir um að veita þessu eftir- tekt — láta það ekki fram hjá sér fara, með hverjum hætti „hinn hræðilegi lýður“ býst til bardagans. Það er eins og spámaðurinn óttist jafnvel að íbúar jarðarkringlunnar taki ekki eftir hermerki og lúðurhljómi hinnar miklu þjóðar, sem ég tel að ekki geti verið önnur en Sovietríkin. * DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.