Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 5
1 i Ég kveð i dag bœði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lifið og dauðann, blessunina og bölvunina; veldu þá lifið, til þess að þú og niðjar þinir megi lifa.“ (V. Móseb. 30., 15.) Okkur, sem i dag stöndum andsþænis þessu mikla vali, œtti að vera j j þýðing þess og mikilvægi enn Ijósara en þeim var, vegna þess, að við þekkj- um krossinn á Golgata og þýðingu hans. Kostirnir, sem um er að velja, eru aðeins tveir: að þjóna Kristi og lifa — eða að þjóna Satan og deyja. Með engum undanbrögðum verður komizt framhjá þessu vali. Þú getur livorki verið hlutlaus né óvilhallur og engin málamiðlun eða millileið kemur til greina. Þess vegna skulum við velja — og velja tafarlaust — þann húsbónda, sem vér viljum þjóna. Og val vort ætti að vera auðvelt. Vér skulum fram- selja vorn innr i m ann á vald hins eina Frelsara, sem til er, og biðja þess i auðmýkt, að þjónusta vor héðan af megi verða til þess, að mörg- um, sem nú leggja veg sinn um hinn myrka dal dauðans, verði snúið af þeirri leið, svo að þeir megi öðlast þekkingu á Kristi, þvi sá, sem þekkir hann, á eilift líf.“ Hér lýkur greininni. Mér þykir ekki ástæða til að bæta neinu við að þessu sinni; það getur einnig verið hollt að lita á málin við og við a. m. k. frá þessu sjónarmiði. DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.