Dagrenning - 01.10.1948, Qupperneq 18

Dagrenning - 01.10.1948, Qupperneq 18
ós, er hann segir, að hvað hertogann af York snerti sé „það áberandi, að áhrif Júpíters til konungdóms hans aukist mjög, er stundir líða“, og bent á að svo hafi einnig verið með föður hans, sem einnig var næst elzti sonur og gerði þvi ekki ráð fvrir að verða konungur. Því verður ekki neitað, að hvað þessa tvo sonu Georgs V. snertir — prinsinn af Wales og hertogann af York —, má segja, að geng- ið hafi alveg eftir unr forlög þeirra. Játvarð- ur afsalar sér konungdómi sökurn kvenna- rnála, en Georg verður konungur og í hans hlut kemur að stýra Bretlandi í anrri heims- styrjöldinni á svipaðan hátt og faðir hans gerði í fyrstu eða fyrri heimsstyrjöldinni. En í lok spádómsins víkur Kiró að hin- um tveirn prinsunum, Hinrik og Georg. — Hinrik er fæddur 31. rnarz 1900 og gengur undir nafninu hertogi af Gloucester. Georg prins var fæddur 1902 og gekk undir nafn- inu hertogi af Kent, meðan liann lifði. Það er greinilegt, að Kiró hefir af ein- hverjum ástæðum brenglað spádómum sín- um um þessa yngri bræður. Má vel vera, að hann hafi gert það viljandi, en líklegra er þó, að vangá hafi valdið, er bókin var prentuð. Það er hverjum sýnilegt, sem athugar spá- dómana um þessa yngri prinsa, að spádórn- unum er alveg snúið við. Spádómurinn um Hinrik prins — hertogann af Gloucester — hefir alveg rætzt í lífi bróður lians, Georg prins — hertogans af Kent, og spádómurinn um Georg prins — hertoga af Kent — á í öllum atriðum við bróður hans, Hinrik prins — hertogann af Gloucester. Urn Hinrik prins er sagt: „Hann mun taka persónulegan þátt í hernaðarframkvæmdum og verða hætt kominn í ófriði. (Lbr. hér) Sennilegt er að liann særist hættulega í eldi, skot- hríð eða við sprengingar,“ og enn frem- ur: „hann mun beinbrjóta sig, einkum handleggi og axlir“. Reynslan sannar, að Hinrik prins hefir aldrei tekið persónulegan þátt í hemaðar- framkvæmdum. En bróðir hans, Georg prins, var herforingi og hann lauk ævi sinni í flug- slysi í Skotlandi á leið til íslands árið 1942 í mikilvægum hemaðarlegum erindum. Það er því rétt, að „eldur, skothríð, sprengingar og beinbrot" er óumdeilanlega í sambandi við hann. Urn Georg prins er sagt: „Hann mun taka við háum borgara- legum embættum, verða undirkonungur eða landstjóri í nýlendunum. Hann mun ferðast víða ... en verða heilsu- lítill." Þessi lýsing hefir aftur á móti rætzt í lífi Hinriks prins — hertogans af Gloucester. — Hann hefir ekki í herinn komið, en verið varamaður bróður síns og iðulega gegnt em- bætti hans, ef Georg VI. hefir farið að heiman. Hinrik prins var gerður að landstjóra í Ástralíu kringum 1940 og var þar til stríðs- loka, en lét þá af því starfi einmitt sökum heilsubrests fvrst og fremst. Vera má að skýring fáist á þessum mis- tökum, er næsta útgáfa bókarinnar „World Prediction" kemur út, því ekki er ósenni- legt að Kiró hafi veitt þessu eftirtekt áður en hann dó, þótt örlög þessara prinsa væru ekki svo ráðin þá, sem nú eru þau. Að lokum skal svo aðeins á það bent, að Kiró sér og segir fyrir heimsstyrjöldina og vandræðin frá 1929 til 1945 og e. t. v. enn lengra fram. * „Framundan sjáum vér stórkostlega, ógn- þrungna atburði vofa yfir Englandi.“ ^ Þeir atburðir hafa nú gerzt og þó eiga e. t. v. þeir örlagaríkustu þeirra og ógn- þrungnustu enn eftir að gerast. /. G. 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.