Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 8
margir, sem ekki skilja rétt þýðingu þess, sem raunverulega hefir gerzt með stofnun þess. Hinn mikli og sorglegi misskiln- ingur, sem kirkjan og skólamir viðhalda enn í dag, og meira að segja fæstir sértrúar- söfnuðir átta sig ennþá á, að Gyðingar nú- tímans séu hinn eini sanni ísrael á jörðu vorri, veldur miklu um, hve erfiðlega geng- ur fyrir fólk almennt að átta sig á þessum málum yfirleitt. Gyðingar nútímans eru, að því leyti sem þeir eru hreinræktaðir ísraelsmenn, aðeins af Júdaættkvísl og örlítið blandaðir Benja- mínsættkvísl og Levíættkvísl. Þeir Gyðingar, sem af Júdaættkvísl eru, geta margir hverjir enn í dag rakið ættir sínar langt aftur í aldir, líkt og íslendingar. Hins vegar er fjöldi manna með gyðingatrú, og eru þeir velflestir annað hvort mjög blandaðir eða alls ekki af Júdaætkvísl, og þeir menn eru auðvitað eng- ir ísraelsmenn, frekar en svertingjar og múl- attar eru ekki Engilsaxar, þótt þeir séu kristnir og búi í Bandaríkjunum. Gyðing- arnir eða Júðarnir hafa nú vanizt þ\í svo lengi, að aðrar þjóðir, sérstaklega hinar kristnu þjóðir, kölluðu þá ísraelsmenn og teldu þeim trú um, að þeir væru hinir einu afkomendur Abrahams, ísaks og Jakobs, sem til væru á jörðunni, að þeir eru farnir að notfæra sér þetta pólitískt, þótt Gj'ð- ingar raunar viti það allra manna bezt sjálfir og hafi glöggar heimildir fyrir því í fræðum sínum, að svo er ekki. Mestur hluti Júdaættkvíslar var herleiddur til Assyríu eins og hinar tíu ættkvíslirnar og kom þaðan aldrei aftur, heldur „týndist“ þar, eins og allur þorri ísraelsþjóðarinnar gömlu. Samt sem áður hefir þessu litla broti, sem eftir var skilið, verið falið rnjög svo veglegt og þýðingármikið hlutverk í sögu mannkynsins, hlutverk, sem ber að forðast að vanmeta, þótt menn skilji til fulls, að Gyðingar nú- tímans eru ekki nema örlítið brot af Israel Biblíunnar. Merkustu þættir þessa hlutverks Júdaættkvíslar eru tveir. Annar er sá, að af þessari ættkvísl fæddist Jesús Kristur og það var einnig hún, sem deyddi hann. Hinn er sá, að hún hefir geyrnt og varðveitt lögmál Móse, Hina helgu bók — Biblíuna —, gegnuni allar ofsóknir og eyðileggingu ár- þúsunda. En enginn skal láta sér til hugar koma, að Gyðingarnir séu kristið fólk. Þeir 'eru enn í dag harðvítugustu afneitendur Krists og frelsarahlutverks hans, sem til eru á jörðunni. Að vísu eru til kristnir Gyðing- ar, en þeir geta litla samleið átt með hinum eiginlegu Gyðingum, sem líta á þá sem villu- trúarmenn. Kristnir Gyðingar verða að lifa meðal hinna ísraelsættkvíslanna, sem allar játa trú á Krist. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að það voru Bretar, sem náðu Palestínu úr höndum Tyrkja 1917 og ákváðu að stofna „þjóðarheimili Gyðinga“ þar í landi. Gyð- ingar eru því alls ekki upphafsmenn þessa ríkis, heldur Bretar, sem eru aðalættkvísl Israelsríkis hins foma — Efraim. Gvðing- arnir — Júda — er ekki og hefir aldrei verið „ríki Guðs“, ísrael, heldur „þelgidómur" Guðs, — Júda, eins og hvað eftir annað er tekið fram í Biblíunni. En þó að Gyðingar nútímans séu ekki nema slíkt örlítið brot hins eiginlega ísraels, verður ekki fram hjá því gengið, að þeir eru eina þjóðabrotið, sem viðurkennir sjálft að vera aí fsraels stofni, vera hluti af hinum forna ísrael. Þess vegna getur, eins og nú standa sakir, engin önnur þjóða eða þjóða- brot en Gyðingarnir stofnað Ísraelsríkið. Þetta er e. t. v. enn eitt merkilegt hlutverk á heimsögulegan mælikvarða, sem þeim er á hendur fengið af forsjóninni. í þessu sam- bandi er merkilegt að veita athygli eftirfar- andi orðum eftir D. Davidson, sem fyrst voru birt í grein árið 1937. Þar segir: „Tímabil hins mikla bandalags „þjóða 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.