Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 42
Bask-Wah-Wan gamla haltraði ofan í flæðarmálið og hrópaði: „Ég legg blessun mína yfir þig, Nam-bok, af því að þú mund- ir eftir mér.“ Kúgah gamli gekk að bátnum og ýtti Nam- bok á flot. Hann þreif og sjalið af herðum Bask-Wah-Wan gömlu, og fleygði því út í bátinn. „Það er kalt. þegar nóttin er löng og frost- ið bítur gamlar kjúkur," sagði Bask-Wah- Wan gamla, með grátstaf í hálsinum. „En þessi hlutur er ekki annað en skuggi,“ sagði Kúgah, „og skuggi getur ekki skvlt þér, kerlingartetur.“ Nam-bok stóð upp til þess að orð hans heyrðust betur: „Hevr þú, Bask-Wah-Wan, móiðr mín, sem fæddir mig,“ hrópaði hann. „Heyr þú, hvað sonur þinn segir. Báturinn hans ber tvo, og hann vill feginn taka þig með sér, því að hann fer þangað, sem nóg er af fiski og lýsi. Þar þekkist ekki frostið né kuldinn, og þar geta menn átt góða og náðuga daga, því að jámgripirnir vinna fvrir mennina. Viltu koma, Bask-Wah-Wan, móðir mín?“ Bask-Wah-Wan var fyrst á báðum áttum. En bátinn rak frá landi. Hún kallaði eins hátt og hún gat, með skærri, en skjálfandi röddu, út á sjóinn til sonar síns: „Ég er orðin svo göflíul, Nam-bok! og fer nú von bráðar ofan eftir til skugganna. En ég \il þó ekki fara fvrr en stundin og kallið kemur. Ég er orðin svo gömul, Nam-bok, og ég er hrædd.“ Þá brá geisla yfir sjóinn í miðnæturskím- unni, svo maðurinn í bátnum sýndist sveip- aður rauð-gulum bjarma. Það varð hljótt með fólkinu, sem stóð eftir í flæðarmálinu. Og það heyrðist ekki annað en þyturinn í land- synningnum og gargið í skeglunum, sem andæfðu niður við öldurnar. Sig. Kr. Pétursson þýddi. FO RLÁGÁS PÁR Framhald aí bls. 28. draugasögur“ og „Sannar kynjasögur“. Bók sú, sem hér um ræðir, er af allt öðrum toga spunnin,því að hér reynir höf. á mjög alþýð- legan og auðskilinn hátt að útskýra aðal- atriðin í dulfræðinni, sem hann hefir byggt spár sínar á. í síðasta hefti Dagrenningar var grein eftir Cheiro um Cagliostro dulvitring og nú í þessu hefti er hin merkilega spá hans um brezku konungsfjölskylduna. Ennþá er því miður ekki hægt að segja um verð bókarinnar, en það mun ekki verða yfir 50 krónur. Kaupendur Dagrenningar, sem óska að eignast bókina, geta pantað hana hjá afgreiðslunni bréflega eða með því að hringja í síma 1196 í Reykjavík og fá þeir hana þá 20% ódýrari en útsöluverðið verður, og verður hún þá send þeim í póst- kröfu. Sú er ætlunin, ef sæmilcga tekst til um sölu þessarar bókar, að Dagrenning gefi út eina bók á ári framvegis og munu þær bækur verða um spádóma eða önnur efni skyld þeim. Mundi því þá verða komið þannig fyrir, að bækumar kæmu út í nóvember eða desember og yrðu þá eins konar jólabækur. Nútíma vísindi leggja ekki mikið upp úr spádómum eða spásögnum, og satt er það, að margt slíkt hefir reynzt hjóm eitt og hé- giljur. En því fer þó mjög fjærri, að svo sé um fjölda marga spádóma og spásagnir. Þar er á bak við hugvit, sem enginn get- ur véfengt, og raunhæf, óhlutdræg rann- sókn á þessum málum er bezta ráðið til þess að ganga úr skugga um, hvort um er að ræða bábyljur eða raunhæfar staðreyndir. Dagrenning vonar að „Forlagaspár" verði mörgum kærkomnar og þeir megi af þeim læra vmislegan fróðleik, auk þess sem þær ættu að geta orðið til skemmtunar og dægra- sWttingar. 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.