Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 14
öllu rcði við hirð liennar, að hún bað hann að segja fyrir, hvenær hún myndi deyja. Og það gerði hann með fullri nákvæmni þrem árum áður en dauða hennar bar að höndum, en það var 1. ágúst 1714. Látum oss nú athuga, hvaða spádóma má lesa úr stjömunum, varðandi Windsor kon- ungsættina. Sumir þeirra eru óljósir, en aðrir eru beinlínis óheillavænlegir. Aður en lengra er farið, skulurn við at- huga, að hve miklu leyti stjörnumar höfðu áhrif á örlög Englands í byrjun heimsófrið- arins. Georg konungur V. var fæddur í London 3. júní 1865, undir tvíburamerkinu. María drottning, kona hans, var fædd í White Lodge, skammt frá London, 26. maí 1867, einnig undir tvíburamerkinu. Prinsinn af Wales, væntanlegur erfingi krúnunnar, var fæddur í Sheen, Richmond í London, 23. júní 1894, undir sama stjömu- merki. Kitchener lávarður, æðsti ráðgjafi stjórn- arinnar í hermálum í heimsófriðnum mikla, var fæddur 24. júní 1850, líka undir sama stjörnumerki. Er vér hugleiðum hin dularfullu áhrif stjarnanna á Georg konung og ætt hans, hljótum við að minnast hins einkennilega dulræna atburðar, sem skeði í konungsætt- inni af Hannover, en svo var brezka kon- ungsættin nefnd, áður en nafni hennar var breytt með konunglegri tilskipan 17. júlí 1917. Að voru áliti var valinn til þess dag- ur, er afstaða stjarnanna var mjög óhagstæð. Georg konungur I. var fursti af Hann- over, kvæntist hinni ungu og yndislegu frænku sinni, hertogaynjunni af Zell. Daður hennar við ævintýramanninn Königsmark greifa, er frægt og hjúpað eins konar dular- blæju. Sama kvöldið og hún ætlaði að hlaup- ast á brott með honum, var hún tekin hönd- um af þjónum eiginmanns síns og lokuð inni í Ahlen kastala, þar sem hún var sem hfandi grafin í þrjátíu og tvö ár. Georg konungur fékk nú skilnað við hana, varð konungur Engla og bar jafnframt kórónu Hannover. Hin óhamingjusama hertogafrú gerði hverja tilraunina á fætur annarri til þess að sleppa úr prísundinni. Hún fékk hinn fræga stjömuspeking, Pardi Zepl, í lið með sér. Hann var eins konar „allra sveita kvikindi“, dularfullur í háttum og þóttist vera Alex- ander mikli endurborinn. Þessi lifandi „ráð- gáta“ komst í náið vinfengi við hinn tigna fanga. Hann gerði stjömuspá Georgs I., og var spádómurinn geymdur árum sam- an í konunglega skjalasafninu í kastala Hannoverættarinnar í Hannover. í spádóms- skjali þessu stóð, að konungurinn myndi deyja einu ári og einum degi á eftir hertoga- frúnni. Hún dó 10. júní 1726, en 11. júní 1727 varð Georg konungur I. bráðkvaddur í vagni sínum, er hann var að aka heim að einni af höllum sínum í Hannover, er hann var oft vanur að gista. Það er athyglisvert, hve mjög tímabilið frá apríl til júlí virðist örlagaríkt fyrir núver- andi konungsætt Englands. Atburðir, sem mjög nrikla þýðingu höfðu fyrir líf Georgs V., áttu sér einmitt stað á þessu tímabili. Og þannig var það einnig með prinsinn af Wales og ýmsa aðra meðlimi konungsfjöl- skyldunnar. Þetta sama tímabil var einnig þýðingarmikið fyrir Játvarð konung, eins og ég sýndi honum fram á eitt sinn, er ég ræddi við hann um dulfræði í vinnustofu hans í Marlboroughöll, áður en hann steig í há- sætið.*) *) Hér fara á cftir nokkrar dagsetningar úr sögu konungsættarinnar, er sýna greinilega hve örlaga- þrungið hið áminnsta tímabil hefir verið fyrir hana. Georg I. dó 11. júní. Georg III. var fæddur 4. júní. Karlotta drottning var fædd 7. júni. 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.