Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 30

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 30
= Jólabók Dagremníiigar — FORLAGASPÁR ESS var getið í bréfi til kaupenda Dag- rennirigar í byrjun þessa árs, að á veg- unr Dagrenningar mundi á þessu ári korna út mjög athvglisverð bók eftir enska dul- fræðinginn Cheiro (frb. Kiró). Nú er bók þessi í prentun og getur væntanlega kornið út síðari hluta nóvember eða fyrri hluta des- embermánaðar. Bók þessari liefi cg valið nafnið Forlagaspár og er ástæðan sú, að tveir meginkaflar bókarinnar fjalla um það, hvernig lesa má forlög manna úr tölurn þeirra og stjörnuspám. í rauninni er hér ekki um að ræða þýðingu á einni af bókum höf- undarins, heldur kafla úr tveim bókurn, sem hvorug er til á íslenzku. Þá er og endursögð í megin atriðunr ævisaga höfundarins eftir sjálfsævisögu hans, sem gefin var út 1937, undir titlinum „Skriftamál nútíma spá- manns“. Þá er og formáli fyrir bókinni, er fjallar um spádóma og spásagnir, og loks er listi vfir nöfn margra rnanna erlendra og inn- lendra, er sýnir fæðingardaga þeirra og ör- lagatölur, og nokkrar auðar síður, er fvlgja iiverri mánaðarspá, þar sem menn geta skrif- að nöfn þeirra vina sinna eða annarra, sem þeir vilja „reikna út“ samkvæmt forlagaspám bókarinnar. Hugmyndina að því að gefa þessa bók út á íslenzku fékk ég í London vorið 1947, er ég dvaldi þar um skeið og eignaðist nokkrar af bókum þessa höfundar. Meðal þcirra var ein, sem nrér þótti sérstaklega athvglisverð, en sú bók heitir: „When were vou born? — Ilvenær ertu fæddur? — Bókinni er skipt í tólf kafla — einn fyrir hvern mánuð — og hefi ég hvergi séð fyrr jafn greinilegar og vandlega gerðar forlagaspár sem í bók þessari. Mér þykir ekki ólíklegt, að fleirum fari líkt og mér, að forlagaspárnar verði þeim umhugsunar og athugunar efni. Höfundur bóka þeirra, sem kaflarnir eru teknir úr, hét Luis Hamon og var brezkur aðalsmaður. Hann lagði þegar frá bernsku stund á ýnris konar dulfræði, en þó einkum á lófalestur og varð einhver frægasti lófales- ari, sem uppi hefir verið. Hann tók sér dul- nefnið Cheiro, þegar hann ákvað að gera spádóma að lífsstarfi sínu, og er liann þekkt- astur undir því nafni. Á síðustu árum hafa komið út hér á landi tvær bækur eftir Cheiro, og hafa þær vakið mikla athvgli. Það eru bækurnar „Sannar Framhald á bls. 40. 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.