Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 20
svo barnalegar að láta sjálfan Óðin, æðsta guð heiðninnar og „galdurs föður“, ríða til undirheima, er guðirnir urðu áhyggjufullir út af þungum draumum Baldurs, til þess að vekja þar upp völu og leita frétta hjá henni.4) En hver sá, sem ekki hafði guða- blóð í æðum eða naut sérstakrar hylli guð- anna, varð að láta sér nægja, að sálin birtist honum í draumi — fyrirbæri draumlífsins hafa vissulega, ef ekki beinlínis vakið trúna á framhaldslíf sálarinnar, þá að verulegu leyti stuðlað að því að útbreiða hana og festa í sessi. Þannig segir Saxo Grammaticus5) frá því, að kona Haddingja konungs í Dan- mörku hafi virtazt honum í draumi látin og sagt honum fyrir, hvers hann ætti að vænta af börnum sínum. Glaumvör, kona Gunn- ars, sér í draumi dauðar konur kalla rnann sinn til sín,6) o. s. frv. Menn tóku einnig mark á öðrum draumum, og þess eru sörnu- leiðis dæmi, að rnenn beittu sérstökum að- ferðum (incubation) til þess að láta sig dreyrna. Þannig segir frá því í sögu Þor- steins Víkingssonar,7) að maður einn hafi leitað aðstoðar tveggja kunnugra bræðra til þess að finna morðingja bróður síns: Þeir lokuðu sig þrjá daga inni í kofa einunr og tókst með þeim hætti að hafa uppi á dvalar- stað morðingjans; Hálfdan svarti, sem aldrei dreymdi, lagðist í svínabæli8) að ráði eins vinar síns og birtist þar spásýn í draumi;9) Auður drottning lætur búa Hræreki manni sinum rúm í afskekktri stofu, og þar dreymir hann fyrir um framtíðina.10) O. s. frv. Áköllun andanna til þess að forvitnast um framtíðina var nefnt tæknilegu orði útiseta, af því að sú athöfn fór venjulega fram úti undir beru lofti, á stöðum, þar sem menn bjuggust við að verða á leið andanna. Nauð- synlegt var að viðhafa \'ið útisetu helgiat- hafnir samkvæmt sérstökum forsögnum, sennilega í sambandi við blót, og voru þær nefndar seiður; jafnframt voru sungnar töfra- þulur (galdur), sem menn töldu, að hændu andana að og gerðu þá þjónustusama. \;enjulega var þessi tegund spáfrétta iðkuð af konum, og vér vitum, að rnargar þeirra höfðu beinlínis spámennsku að atvinnu, þannig að þær fóru hofa á milli, nutu þar uppihalds og hlutu auk þess greiðslur fyrir spádóma sína. Til er sérstaklega nákvæm lýsing á allri athöfninni frá Grænlandi, sem fannst og byggðist frá íslandi í lok 10. ald- ar,11) en í Noregi12) íslandi13) og Dan- mörku14) voru einnig, ef treysta rná vitnis- burði þjóðsagnakenndra frásagna, völur eða spákonui, sem léku listir sínar með algjör- lega sama liætti. í áðurnefndri frásögn, sem fræðimenn hafa þráfaldlega fjallað urn,15) segir frá því, að í Grænlandi hafi einhverju sinni verið hallæri mikið og sóttarfar. Þor- kell bóndi ákveður því að spyrja Þorbjörgu spákonu, hvenær létta mundi óárani þessu. Hún kemur á bæ hans í furðulega kynleg- um búningi, með staf í hendi með mess- ingshnúð16) og skjóðupung við belti, sem hún varðveitti í þá hluti, er hún þurfti til iðju sinnar. Móttökur voru henni veittar virðulegar og leiddi Þorkell bóndi liana sjálf- ur til sætis. Síðan var henni borin matur, grautur af kiðjamjólk og hjörtu úr alls kon- ar dýrum, en um það ber oss að minnast, að menn töldu hjörtu og blóð úr villidýrum kynngi rnagnað.17) Þorkell bóndi biður hana þá strax að láta uppi vitneskju sína, en spá- konan svarar því til, að hún verði að sofa eina nótt á bænum áður. Daginn eftir, að kveldi, var svo hafizt handa um þá eigin- legu siðathöfn. Þorbjörg skýrir frá því, að til þess að fremja seiðinn, verði að syngja kvæði það, er Varðlok(k)ur heita, og biður þær konur, sem viðstaddar voru og það kynnu, að gera svo. Var það aðeins ein af konunum, og hafði hún numið kvæðið í Noregi í æsku sinni, en veigraði sér nú við að eiga þátt í svo heiðinni athöfn, með því 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.