Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 25
æðstipresturinn Aron steypti gullkálfinum í eyðimörkinni forðum, þegar Móse veik sér frá um stund, og til vorra tíma, er dómpró- fasturinn af Kantaraborg gengur fram fyrir skjöldu í kommúnistiskri hjáguðadýrkun. En það var nauðsynlegt að fá þá staðreynd dregna skýrt fram í dagsljósið, áður en lengra vrði farið, að prestar landsins hefðu enn sem komið er engan skilning á því, sem er að gerast með íslenzku þjóðinni, að þeir hafa hvorki áttað sig á hlutverki hennar, né sjá að hverju fer. Ástæðurnar fyrir skilningsleysi prestanna eru auðvitað að mestu hinar sömu og flestra annarra, sem enn hafa ekki gert sér fvllilega ljóst, hvers eðlis þau tímamót eru, sem mannkynið nú stendur á. Þess er heldur varla von, því þeir eru enn því miður svo sárafáir, sem hafa þorað að leggja út í það erfiði, að reyna að opna augu manna í þess- um efnum. Hvorki prestamir né aðrar lærðar stéttir hafa enn látið sér skiljast það, að nú eru að koma þau tímamót, er Biblían segir svo greinilega fyrir, að koma muni, er þjóðir heimsins skiptast í tvær andstæðar fylkingar, og verði annarri stjórnað af „höfðingjanum yfir Rós, Mesek og Tubal“ — þ. e. einræðis- herrurn Rússa —, en í hinni fvlkingunni eru ísraelsmenn — allar hinar tólf ættkvíslir, sem þá hafa aftur sameinazt í eitt voldugt banda- lag. (Esekiel 37., 38. og 39. kap.). Þeir skilja það heldur ekki ennþá, að nú er frarn að fara sú skipting allra jarðarinnar barna í tvo andstæða hópa, sem Jesús Krist- ur sagði fyrir að fram mundi fara við enda- lokin. Hann nefndi flokkana „sauði“ og „hafra“ og sagði, að „sauðunum“ yrði skipað til ,,hægri“, en „höfrunum" til „vinstri". „Sauðirnir", sem Kristur talaði um, eru engir aðrir en ísraelsmenn, eða eins og hann orðar það: „Þér hinir blessuðu föður míns“, „takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið". „Hafrarnir“ eru aftur á móti allar aðrar þjóðir en ísraelsmenn, því það er sú eina skilgreining, sem Biblían notar. Þessi skipting er nú sem óðast fram að fara fyrir augum vorum. Þjóðir heimsins eru að greinast betur og betur í tvo andstæða flokka og þessir flokkar eru nú i dag einmitt kallaðir „hægri“ og „vinstri“, eða skiptast ná- kvæmlega eftir sama hugtakinu, sem Kristur notaði. Annars vegar eru „hægri“-þjóðir, sem safnast saman undir forustu Bandaríkjanna, sem er „hægrisinnað auðvaldsríki", eins og það réttilega er nefnt í blöðum kommúnista. Hins vegar eru svo „vinstri“-þjóðir, sem safn- ast saman undir forutsu ráðamanna Sovét- ríkjanna, sem eru kommúnistar, og ýmsra „vinstri sósíalista", sem venjulega eru kall- aðir svo og fylgja Rússum að málum. En ekkert af þessum augljósu staðreynd- um nægir til þess að opna augun á hinum lærðu mönnum þjóðar vorrar. Þeir skilja ekki — og vilja heldur ekki skilja — hvað í vændum er. III. OUMIR halda, að ráðamenn þjóðanna ^ breyti um stefnu, ef þeim eru t. d. sagðir fyrir örlagaríkir atburðir. En því er sjaldnast þannig farið. Enn í dag er það svo, að ráða- menn þjóðanna sannfærast ekki, þótt stór- felldir atburðir gerist, sem ýmsum öðrum en þeim gæti verið bending um stjórn æðri máttarvalda, og sagðir eru fyrir. Kristur sagði við Faríseana, sem voru helztu ráðmenn í Gyðingalandi á hans hér- vistardögum, að þeir, sem ekki hlýða lögmál- inu og spámönnunum, mundu heldur „ekki láta sannfærast, þótt einhver risi upp frá dauðum“. Það revndist líka hárrétt, og svo er það enn. Fyrir mörgum ámm var íslenzku þjóðinni — og þá alveg sérstaklega fyrirsvarsmönnum DAGRENN I NG 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.