Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 35
annan, hafði hann þráð þessa stund, og nú var hann kominn heim. En hann hafði orð- ið fyrir vonbrigðum. Allt var einhvem veg- inn svo fáskrúðugt og allt öðru vísi en hann hafði vanizt við í öll þessi ár. En nú gafst honurn færi á að bæta úr þessu með því að uppfræða félaga sína. Og ánægjan og til- hlökkunin tóku að glampa í augum hans við umhugsunina um þetta kærkomna hlut- verk. „Bræður mínir!“ tók Nam-bok til máls, og hann fann sterkar ánægjutilfinningar bærast í brjósti sér, þessar tilfinningar, sem hver maður finnur, þegar hann ætlar að fara að segja öðrum mönnum frá afreksverkum sínum. „Það eru nú liðin mörg sumur síðan ég fór í veðri eins og lítur út fyrir að skelli á í kvöld. Þið munið víst eftir deginum þeim, þegar skeglurnar flugu niður við sjó- inn og landsynningurinn æddi út á hafið. Ég gat ekki haldið í horfinu. Ég batt því þiljuskinnin utan um mig, svo að enginn sjór kæmist ofan í bátinn, og reyndi alltaf að andæfa á móti veðrinu, alla nóttina. En þegar dagaði, sá ég hvergi land — aðeins hafið — og landsvnningurinn hélt mér í fanginu og bar mig lengra og lengra út á veraldarhafið. Þannig liðu þrjár nætur. Dag- urinn rann upp á himninum, en hann lét mig ekki sjá til lands, og landsynningurinn vildi ekki sleppa mér. „Á fjórða degi var ég sem örvita rnaður. Ég gat þá ekki valdið árinni, því að ég var orðinn lémagna af hungri. Og mig snarsvim- aði af þorsta. En sjórinn var nú ekki framar reiður. Það andaði um mig hægum sunnan- andvara. Ég leit þá upp, en það, sem ég kom þá fyrst auga á, varð til þess að ég hélt, að ég hefði alveg misst vitið.“ Nam-bok þagnaði og stangaði úr tönnum sér. Allir sátu aðgerðarlausir og teygðu fram höfuðin af eftirvæntingu. „Þetta, sem ég sá, var bátur — mikill bát- ur,“ sagði Nam-bok. „Og þó allir þeir bátar, sem ég hefi séð, væru orðnir að einum bát, þá rnundi hann þó ekki verða nándamærri eins stór og þessi bátur.“ Það gaus upp efasemdakurr í hópnum. Og Kúgah, sem var maður roskinn, reyndur og greindur, hristi höfuðið. „Og þótt til væm eins margir bátar eins og sandkomin hérna niður í fjörunni," sagði Nam-bok þvermóðskulega, „og þeir væru allir orðnir að einum einasta bát, þá mundi hann þó ekki verða eins stór og báturinn, sem ég sá fjórða morguninn. Hann var blátt áfram afskaplega stór, og hann var kallaður skonnoita. Og þegar ég sá þennan furðu- lega hlut, þessa skonnortu, þá stefndi hún beint á mig. Og á henni vom menn.“ „Æ, heyrðu, Nam-bok,“ greip Opi-Kwan fram í, „hvers konar menn voru það. Vom það stórir menn?“ „0,nei,“ anzaði Nam-bok. „Það vom svona veojulegir menn, eins og þú og ég.“ „Og var hann hraðskreiður, þessi stóri bát- ur?“ spurði Opi-Kwan. „Já, hann var það,“ svaraði Nam-bok. „Og þú segir, að hliðarnar hafi verið háar, en mennirnir litlir,“ sagði Opi-Kwan, eins og til þess að festa bæði þessi grundvallar- atriði í huga sér. „Og réru þessir menn með löngum árum?“ Nam-bok skellihló. „Þeir lögðu ekki út ár, því að þeir höfðu engar árar,“ sagði hann Áheyrendur hans góndu á hann opin- mynntir af undrun. Og það varð steinþögn. Opi-Kwan tók pípuna út úr Kúgah, saug hana nokkrum sinnum. Ein af hinum yngri stúlkum gat ekki að sér gert að kreista kjúk- ur. Margir gáfu henni illt auga. „Jæja þá,“ sagði Opi-Kwan ofur blíðlega. „Þeir höfðu engar árar.“ Og hann rétti Kú- gah pípuna aftur. „Þeir höfðu sunnanvindinn á eftir,“ sagði Nam-bok. DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.