Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 12
hlýtt skipuninni. Bandaríkin réðu yfir Filippseyjum. Nú eru þær sjálfstætt lýðveldi. Þau hafa einnig hlýtt skipuninni. Loks má nefna Kína, en þar höfðu bæði Bretar og Bandaríkjamenn áður fyrr mikil sérréttindi. Þeim hafa þeir nú afsalað sér að fullu og öllu. Þessi þróun er augljós. En alls staðar þar, sem ísraelsmenn — Engilsaxar o. fl. — fóru út, kom kommúnisminn inn í staðinn. Kína er nú raunverulega tvö ríki, sem eiga í styrjöld hvort við annað. Indland er einnig tvö ríki, rambandi á barmi borgarast};rjaldar með sívaxandi kommúnisma í báðum ríkj- unum. í Indónesíu, hinu nýja sjálfstjómar- ríki, er hafin kommúnistisk bylting og borg- arastyrjöld, og í löndunum við botn Mið- jarðarhafs er fullkomið hernaðarástand, og Rússar blása að glæðunum og geta framkall- að styrjöld þar hvenær sem þeir vilja. Allt eru þetta staðreyndir, sem ekki verða hraktar. Einmitt nú er „þjóð Guðs“ — ísrael — að ganga út úr hinni hrynjandi Babylon, en þar mun síðan brjótast út stórkostleg- asta bylting og borgarastyrjöld allra tíma. En meðan hinar heiðnu þjóðir þannig tor- tíma sjálfum sér í kommúnistiskri byltingu og borgarastyrjöld, sem endar með algjörð- um yfirráðum Rússa yfir mestallri Evrópu og Asíu og mestum hluta Afríku, munu ísraels- þjóðirnar hefja öflugt samstarf, sem í fvrstu verður aðeins til sjálfsvamar, en beinist síð- an í sókn gegn Rússum. í þeirri viðureign mun síðasta heiðna heimsveldið — Sovét- ríkin — að fullu og öllu líða undir lok. V. ÉR skal þá staðar numið. Ekki verður gerð tilraun til þess að reyna að segja fyrir, hvað gerast muni ii. nóvember n.k., frekar en þegar er gert. Það virðist augljóst, að um merkilegan atburð verði að ræða á sviði samstarfs Vestur- og Norður-Evrópu þjóðanna — ísraelsþjóðanna —. Ýmsir létu sér áður til hugar koma, að 11. nóv. 194S væri lokadagur allra hernaðarátaka í heim- inum, en sú spá er því miður ekki rétt. Frá 11. nóv. 1948 mun samstarf ísraels- þjóðanna verða enn nánara en áður hefir \;erið, svo virðist sem þær muni þá samein- ast í bandalag, sem gerir þær síðar að einni þjóðaheild. Rétt er að benda á, að atburðurinn getur alveg eins orðið 9. eða 10. nóv. eins og 11. nóvember. Má í því sambandi minna á, að atburðimir, sem sýndir voru 25. júní 1941, gerðust 22.—23. júní 1941 og stofnun ísraels- ríkis fór að mestu fram 15. maí eða einum degi fyrr en mælingin sýndi. Hinn stórkostlega þýðingarmikli atburður, sem Pýramidinn sýnir að gerast eigi kring- um 11. nóvember, mun miða að því tvennu, að sameina hinar vestrænu og norrænu þjóð- ir — ísraelsmenn vorra tíma — ásamt hinu nýja Gyðingaríki í eina sterka, órjúfanlega lieild, en jafnframt munu þær fjarlægast samstarf og þátttöku í áformum hinna aust- rænu þjóða Evrópu og Asíu þjóðanna, sem hinn mikli dómur Guðs gengur nú yfir. Menn skulu minnast þess, að þessi at- burður getur orðið rnjög áberandi — og er raunar líklegt, að svo verði —, en hann getur einnig orðið slíkur, að hans verði tæpast getið í fréttaþáttum blaða og útvarps, og aðrir taki ekki eftir honum en þeir, sem fengið liafa opin augun fyrir þeim undur- samlega sannleika, að það er Guð, en ekki mennimir, sem stjómar gangi heimsviðburð- anna. DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.