Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 32
sinn, þegar þú hefir séð einhvern eintrján- inginn, hefir þú sagt: ,Sjáið þið! þarna kem- ur liann Nam-bok/ En hann Nam-bok er dáinn, Bask-Wah-Wan mín, og hinir dauðu koma aldrei aftur. Það eitt er víst og áreið- anlegt, að dauðir menn koma aldrei aftur.“ „Nam-bok!“ kallaði gamla konan svo hátt, að allt fólkið leit til hennar undrunaraugum. Hún komst á fætur og skjögraði ofan eftir sandinum. Hún var nærri dottin um barn, sem hún rak sig á. Það hafði legið í sand- inum og baðað sig í sólskininu, en fór nú að háorga, þegar garnla konan rak sig á það. Móðir bamsins hljóp til þess, revndi að þagga niður í því og sendi gömlu konunni tóninn. En Bask-Wah-Wan gamla anzaði lienni engu. Bömin þutu ofan í flæðarmálið og urðu á undan henni. Báturinn færðist óðum nær. En maðurinn réri svo klunnalega, að hann hafði því nær hvolft undir sér í einu árar- takinu, rétt áður en hann varð landfastur. Konurnar komu í humáttinni á eftir Bask- Wah-Wan gömlu. Kúgah lagði rostungs- tönnina frá sér, tók sér stafprik í hönd og fór á eftir konunum. Á eftir honum komu karlmennirnir í þorpinu, tveir og þrír saman. Eintrjáningsfleytan fór flöt fyrir kvik- unni, svo að við sjálft lá, að hana fyllti. Drengur einn, er gekk allsnakinn, hljóp út í sjóinn, greip í framstafninn og dró hana á þurrt. Komumaður stóð upp og leit spyrj- andi augnaráði á íbúa fiskiþoqrsins. Hann var svo búinn, að hann var í röndóttum peysugarmi; um hálsinn hafði hann baðrn- ullarklút bundinn á sjómanna vísu, var í strigabuxum og með stóran sjóhatt á höfði. En hann var þó mjög rnerkur gestur í augum þorpsbúa, enda var ekki gestkvæmt hjá þeirn, sjómönnunum á Yukonevju við Behringshaf. Tvisvar höfðu hvítir menn sézt þar, að því er elztu mann mundu. Annar þcirra var maðurinn, sem tók manntalið, en hinn var Kristsmunkur, sem hafði villzt þangað. Skrælingjar þessir voru fátækir og lifðu á sjóföngum.. Og þar eð hvorki fannst gull í jörðu hjá þeim né grávara á boðstól- um, höfðu hvítir menn sneitt alveg hjá þeim, og ekki viljað hafa neitt saman við þá að sælda. Yukon-fljótið hafði líka borið aur og eðju árþúsundum saman ofan frá Alaska, langt út á sjó. Skip hvítra manna hittu því fyrir grynningar, löngu áður en þeir komu auga á Yukon-eyju. Hvítir sæfarendur forð- uðust því ströndina með hinum mörgu vöðl- um og aurhólmum. Skrælingjar þessir höfðu því aldrei séð skip hinna hvítu manna og vissu ekki að slíkir hlutir væru til. Kúgah gamli beinsmiður hörfaði allt í einu aftur á bak og datt endilangur um prikið sitt. „Nam-bok!“ hljóðaði hann upp yfir sig og reyndi óttasleginn að komast sem fyrst á fætur aftur. „Hann Nam-bok, sem landsvnn- ingurinn tók, er kominn aftur.“ Bæði karlar og konur hörfuðu þegar ótta- slegin frá bátnum og bömin þutu eins og örskot upp í fjöruna. En Opi-Kwan einn missti ekki kjarkinn, enda var hann höfð- ingi eyjarskeggja og höfðingjar mega aldrei missa kjarkinn. Hann gekk fram nokkur fet og horfði rannsakandi augurn á komumann. „Jú, það er Nam-bok,“ sagði hann svo, eftir nokkra þögn. Þegar konumar heyrðu sannfæringar-hreiminn í málrómi hans, hljóð- uðu þær upp yfir sig og hörfuðu lengra upp í fjöruna. Komumaður bærði varirnar eins og hann vakli segja eitthvað. Það var því líkast sem hann væri að glíma við að segja einhver hálfgleymd orð. „La, la, það er hann Nam-bok,“ söng í Bask-Wah-Wan gömlu. Hún horfði frarnan í komumann. „Já, hefi ég ekki alltaf sagt, að hann Nam-bok mundi korna aftur?" „Jú, það er hann Nam-bok, sem er kom- 30 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.