Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 9
Guðs“ (þ. e. ísraelsþjóðanna), sem á að undirbúa hina nýju heimsskipan, á að hefjast 20. des. 1941 og þeim undirbún- ingi að vera lokið 16. maí 1948.“ (Sjá Vöiðubiot, bls. 87.) Ef vér nú aðeins rennum huganum yfir þetta tímabil, sjáum vér, að það, sem gerðist 20. des. 1941, var sameining Bandaríkjanna og Bretlands til sameiginlegrar sóknar og vamar. Síðan hefir hver samstarfstilraunin rekið aðra og nú er svo komið, að þetta samstarf Breta og Bandaríkjanna nær til allra þeirra þjóða, sem eru af ísraels stofni og nokkurra fleiri. Við þekkjum Atlantz- hafssáttmálann, sem er sameiginleg yfirlýs- ing þessara tveggja stórvelda, við þekkjum Alarshall-áætlunina og við þekkjum Bene- lux-bandalagið og við þekkjum hina sameig- inlegu baráttu þessara þjóða fyrir endur- reisn Vestur-Þýzkalands. Allt þetta, og miklu rneira þó, sem ekki er hér talið, hefir gerzt á tímabilinu frá 20. des. 1941 til 16. maí 1948 og einmitt hinn 16. maí 1948 lauk þessu tímabili með kórónu verksins — stofn- un Ísraelsríkis, sem Bretar urðu til að leggja grundvöllinn að með Balfour-yfirlýsingunni 1917, en Bandaríkin urðu fyrst til að viður- kenna með yfirlýsingu Trumans Banda- ríkjaforseta 16. maí 1948 Þessar sameiningartilraunir hinnar „tý'ndu“ Israelsþjóðar enduðu þannig á hinum ná- kvæmlega tiltekna degi með stofnun eða réttara sagt endurreisn Ísraelsríkis, sem ekki hafði verið til frá því árið 721 f. Kr. Með stofnun þessa nýja ríkis er síðasta ættkvísl Israels gerð að sérstöku ríki. Fyrir þá, sem sjá vilja, er þetta næsta greinileg þróun, því þótt það Ísraelsríki, sem nú hefir verið stofnað, sé ekki nema vísir þess, sem verða mun, er stundir líða, er þar þó að finna upphafið að því ríki, sem verða mun voldugasta ríki þessarar jarðar, þegar liinar ísraelsþjóðirnar hafa áttað sig á sjálf- um sér og þegar Gyðingar hafa snúið sér til Krists. Enginn skal þó ætla að Gyðingar þeir, er nú fara með \öld í Ísraelsríki, hyggi á að snúa sér til Krists. Nú á eftir að ganga yfir ríki þetta eitt mesta hörmungaélið, sem enn liefir vfir Gyðingana komið. Svo mikið þarf til að opna augu þeirra. Næstu sex árin munu sýna greinilega þró- un í þessa átt. IV. Á er það einnig rnjög nauðsynlegt, að menn geri sér glögga grein þess, hvers vegna þessir atburðir allir verða einmitt nú á vorurn dögum. Svo sem sýnt hefir verið fram á oft og mörgum sinnum, bæði í þessu riti og öðrum bókum, er fjalla um þessa spádóma, var útlegðartími ísraelsþjóðarinnar ákveðinn þegar í öndverðu mjög langur, eða „sjö tíðir“. Þetta tímabil er hvorki meira né minn^ en 2520 ár. Allan þann tíma átti ísraelsþjóðin að lifa h'ístruð, týnd og undirokuð af heiðingjum eða „heiðnum“ heimsveldum, en heiðin er hver sú þjóð á máli Gamla testamentisins, sem ekki er af ísraels bergi brotin. Þetta útlegðartímabil hófst, er Ísraelsríki leið undir lok í Palestínu um 720 f. Kr. með fyrri herleiðingunni svokölluðu til As- svríu, og stóð hnignunar eða upplausnar- tímabilið yfir til 580 f. Kr„ er síðustu leif- arnar úr Júdaríki voru herleiddar til Baby- loníu í síðari herleiðingunni, og voru þá bæði ríkin gjöreydd. Evðingartímabilið var því um 140 ár. Samkvæmt skilningi vorum á tímatali Biblíunnar, áttu nú að líða 2520 ár frá 720 f. Kr., þar til endurreisnartímabil ísraels skyldi hefjast, og það endurreisnar- tímabil á að verða jafn langt og hnignunar- tímabilið eða um 140 ár. Með tilliti til áranna 720 f. Kr. og 580 f. Kr. eru 2520 ár — eða hinar „sjö tíðir“ DAGRENNING %

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.