Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 28
ar hefir verið hörð. En það hefir þjálfað ykkur nrjög og aukið manngildi íslend- inga. En nú er að upprenna ný öld, og nú mun Guð snúa sér að þjóðunum á sérstakan hátt, og alveg sérstaklega að ís- landi nú þegar, alveg á sama hátt og hann sneri sér að ísrael forðum. Þá skyldi þjóðin sem þjóð þakka Guði fyrir þessa rniklu og kærleiksríku vemd, sem hann hefir veitt henni sérstaklega á síðustu styrjaldarárum. Hvaða afstöðu ætlið þið að taka til þessa rnáls? Þetta verður að gera opinberlega. Hér dugar ekki liljóð og þakklát bæn einstakl- ingsins, heldur verður þjóðin sem heild að standa að málinu. Fyrsta stigið er mjög einfalt. Það er blátt áfram og fyrst og fremst að þakka. Á meðan á stríðinu stóð, þá var hér í kirkjunum sungin reglulega hin gull- fallega bæn „Faðir andanna", þegar þið hélduð að þið væruð í hættu, og vissulega var það rétt, fagurt og tilhlýðilegt. En nú, þegar hættan er liðin hjá, horfin eins og sakir standa, er það ekki síður áríð- andi, að þið séuð eins samvizkusamir, livað það snertir, að þakka Guði. Næsta stigið er meðal annars fólgið í því, að þjóðin haldi sérstakan, opinberan þakkargjörðardag. Og þann dag ætti leið- togi þjóðarinnar — forsetinn — að ákveða, svo að þjóðin sem þjóðarheild þakki Guði opinberlega. Ég skora á ykkur af öllum mínum huga, að láta úr þessu verða, og það án verulegs dráttar.“ Og loks segir liann þessi aðvörunar og al- vöruorð: „Eins og ég hefi þegar sagt, þá rnunu erfiðleikar ykkar vaxa, þangað til þið stig- ið þetta spor. Og aftur beini ég því til ykkar: Látið úr þessu verða sem allra fyrst. Því lengur sem þetta dregst, því verra mun ástandið verða, og því erfið- ara mun allt verða fyrir ykkur, einnig að efna til slíkrar þakkargjörðar.“ IV. INS og hér hefir verið sýnt fram á, er þýðingarlaust, a. m. k. á þessu stigi máls- ins, að gera ráð fyrir stuðningi frá presta- stétt landsins við hugmyndina urn alþjóðleg- an þakkargjörðar og bæna dag. Næsta sporið hlýtur þá að verða það, að reyna að fá Alþingi til að heimila forseta íslands að ákveða slíkan dag, en það verður að gera með sérstakri lagasetningu um þetta efni. Þeim, sem líta á mál þetta frá verald- legu sjónarmiði eingöngu, kann að virðast svo sem hér sé urn lítilsvert mál að ræða, — jafnvel hégómamál, — og alveg er óvíst að nokkur þingmaður fáist til að flytja frum- varp um málið, af hræðslu við að hann eða þeir verði til athlægis bæði á þingi og utan þings. En færi svo, væri það ágætur mælikvarði á trúmálaástand þjóðarinnar. En engum skal vantreysta fyrr en fullreynt er, og þess \'egna verður hér ekki meira rætt um rnálið á þess- um grundvelli að sinni. Mér er fyllilega ljóst, að það er mjög svo þýðingarlítið að þjóðin taki upp almennan bænadag, ef það er gert aðeins til að sýnast og enginn hugur fylgir máli hjá öllum al- menningi. En þótt svo sé e. t. v. nú, þá rnunu þeir tírnar, er í hönd fara, breyta hugs- unarhætti þjóðarinnar, og þess vegna þarf nú þegar að hefja baráttu fyrir því, að lög leyfi að slíkur dagur sé fyrirskipaður. Hyggin brúður dregur það ekki, að sauma sér brúð- arkjólinn, þangað til á sjálfan giftingardag- inn. Það er einnig fullvíst, að andstaðan gegn almennum bæna- og þakkargjörðardegi er ekki hjá almenningi, sem ennþá trúir á 26 DAGRE N N I K!G

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.