Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 41
Þannig leið hver klukkustundin á eftir annarri. Nam-bok svaf svefni hinna réttlátu, á meðan umræðunum var haldið áfram. Kvöldsólin gekk til viðar í norðvestri. En þegar komið var fram undir miðnætti, gengu þeir, höfðinginn og beinsmiðurinn, af fundi og heim til Nam-boks. Þeir vöktu hann upp af fasta svefni. Hann leit upp og snéri sér síðan upp að veggnum og ætlaði að sofna aftur. En Opi-Kwan tók þéttingsfast í hand- legg honum og hristi hann vingjamlega, þangað til hann vaknaði til fulls, og fékk átt- að sig. „Kom þú nú, Nam-bok,'‘ sagði Opi-Kwan, „þér mun nú mál að rísa á fætur.“ . „Ætlið þið að halda aðra veizlu?“ spurði Nam-bok. „Ég er ekki matarþurfi; etið þið, og lofið mér að sofa.“ „Þér er ekki til setunnar boðið,“ mmdi í Kúgah. „Það er mál til komið, að þú hipjir þig héðan.“ En Opi-Kwan var vingjamlegri. „Við, þú og ég, rérum saman, þegar við vorum litlir, og lærðum að veiða kópa og greiða laxana úr netinu. Og það varst þú, Nam-bok, sem bjargaðir mér, þegar ég var nærri dmkknað- ur, þegar sjórinn luktist yfir mér og ég sog- aðist ofan að svörtum klettunum í marar- botni. Oft sveltum við sarnan og sættum okkur við frostið og kuldann. Og saman kúrðurn við undir einu og sama skinni, til þess að krókna ekki úr kulda. — Vegna alls þess, og af því að við höfum alltaf verið vinir, fellur mér það mjög þungt, að þú hefir komið aftur sem afskaplegur lvgalaupur. Við getum ekki skilið þá hluti, sem þú hefir skýrt okkur frá, og okkur sundlar við um- hugsunina um þá. Það er okkur ekki hollt, og því hafa verið miklar umræður í ráðinu. Þess vegna sendum við þig burtu frá okkur, svo að við verðum ekki ruglaðir við að hugsa um þá liluti, sem enginn getur skilið.“ „Þessar sögur, sem þú hefir sagt, hefir þú frá skuggaveröldinni,“ sagði Kúgah, „og til skuggaveraldarinnar verður þú að fara með þær aftur. Báturinn þinn bíður þín frammi í flæðarmáli. Og félagar okkar eru þar niður frá, því þeir geta ekki farið að sofa, fvrr en þú ert farinn.“ Nam-bok var sem steini lostinn, en hann hlustaði þó á orð höfðingjans, er tók nú aftur til máls: „Ef þú ert Nam-bok sjálfur, þá ert þú orðinn óguðlegur og óttalegur lygari, en ef þú ert aðeins skugginn hans Nam-boks, þá skýrir þú okkur frá hlutum þeim, sem til- heyra skuggaveröldinni, og mönnum er ekki leyft að vita deili á þeim. Stóra þorpið, sem þú sagðir okkur frá, er að dómi okkar skugga- þorp, þar sem hinir dauðu hafast við, því að hinir dauðu menn eru margir, en menn, sem lifa á jörðinni, eru fáir. Og dauðir menn koma ekki aftur, nema þú með þessar kynja- sögur þínar. Og það er ekki rétt gert, að stuðla að því, að hinir dauðu fái að koma aftur. Ef við gerðurn það, mundi henda okk- ur hin mesta ógæfa.“ Nam-bok þekkti landa sína og vissi, að álvktun ráðsins var dómur, sem ekki varð áfrýjað. Hann lét því leiða sig aftur ofan í fjöruna. Hann var látinn upp í bátinn og fenginn ári í hönd. Grágæs ein kvakaði þung- lyndislega þar út með fjörunum og aldan féll ömurlega upp á sandana. Rökkurmóðan grúfði yfir hafi og hauðri. í norðrinu sló rauðleitum bjamia á loftið, þar sem sólin leið á bak við úfna og ískyggilega skýja- bólstra. Skeglumar voru á flökti fram og aft- ur niður við sjávaröldumar. Landsynningur- inn þaut kaldur og hráslagalegur, og skýja- bólstrarnir, sem gægðust upp í landsuðrinu, spáðu engu góðu. „Frá sjónum ertu kominn,“ söng Opi- Kwan, með helgihreim í röddinni, og til sjávarins skaltu aftur hverfa, þá kemst allt í sama horf og samt lag aftur.“ DAGRENN I NG 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.