Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 11
langtum framar að raunhæfri siðmenningu á flestum sviðum. Aldrei hefir lygin og svik- semin og lausungin, sem eru höfuðlestir og undirrót allrar annarrar spillingar, lifað eins góðu lífi á jörðunni og nú, þrátt fyrir alla vora tækni og allt vort tal um „hárnenn- ingu“ þessa hnignunartímabils. Um það er greinilega spáð víða í Biblíunni, að á þessu hnignunartímabili muni hemaðarmáttur þjóðanna aukast svo, að hernaðarófreskjan muni svelgja upp allan auð þjóðanna og gera fólkið að þrælum þessa mikla hernaðarskipu- lags. Vér sjáum þetta fyrir augum vorum nú í dag. Og Biblían segir við ísraelsþjóð- irnar í því sambandi: „Gangið út, mitt fólk“ —• hverfið burt úr „borg svívirðinganna" (The Wanton City) og eigið enga hludeild í svndum hennar, svo þér einnig getið um- flúið hina miklu eyðileggingu, sem henni er fyrirbúin. í bók sinni, „The Domination of Baby- lon“, liefir D. Davidson skrifað um þetta atriði. Honurn farast þar orð m. a. á þessa leið: „Það er greinilega sýnt í Pýramidan- um rnikla, að það tímabil, sem ísrael- Bretar verða knúnir til að hverfa frá hinni núverandi skipan á fjárhagsmálefn- urn heimsins og færa sjálfa sig og öll sín verk senr fóm á altari Drottins, stendur yfir frá 25. júní 1941 til 10. nóvember r948.“ Hann bendir ennfremur á það, að 10. nóv. 1948 séu nákvæmlega 30 ár frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en þetta tímabil, 30 ár, er í fomum fræðurn nefnt „tímabil endurnýjunar konungdómsins", og er sér- staklega ‘merkilegt. Hann segir síðan: „Samkvæmt því, sem sagt hefir verið hér að framan, á hemaðarmáttur þjóð- anna að vaxa svo, að hann gjörevðileggi allt fjármálakerfi þeirra á tímabilinu frá 1937 til 1950, svo að „skækjan" (þ. e. fjárhagsskipulagið) verði eftir skilin „ein- mana og nakin". Jafnframt er greinilega fram tekið, að á þessu tímabili á „Guðs þjóð“ (ísrael) að dvelja í þessari „borg svívirðinganna", eins og Lot dvaldi forð- um í Sódómu. Og eins og Lot var fyrir- skipað að hverfa þaðan á brott áður en eyðileggingin dundi yfir, eins er „Guðs þjóð“ nú sagt: „Gangið út úr henni, mitt fólk, til þess að þér eigið engan hlut í syndum hennar og svo að þér hreppið ekki plágur hennar". Þetta er hin guð- lega skipun til ísraels nútímans. Hér fell- ur röð dagsetninganna í Pýramidanum mikla innan takmarka tímabilsins 1937— 1950, en á því tímabili á „borgin mikla" að verða eyðilögð með hernaðaraðgerð- um, og lokadagsetningin, sem ísrael er gefin til að hlýða hinni guðlegu skipun og „gíinga út“, er greinilega sýnd að veia 10. desembei 1948.“ Enginn getur komizt hjá því að veita því eftirtekt, að nú er heimurinn óðum að skipt- ast í tvennar herbúðir. Annars vegar eru Rússar og rnikill fjöldi þjóða mun verða með þeim, en hins vegar eru Engilsaxar og marg- ar þjóðir munu einnig verða með þeim. Þessi klofningur kom strax í ljós, eftir að síðustu sty'rjöld lauk og \ar þó raunar byrj- aður miklu fyrr. Svo sem kunnugt er höfðu Bretar mikil ítök i löndum rnargra „heiðinna þjóða" og svo var einnig um ýmsar aðrar ísraelsþjóðir, svo sem t. d. Hollendinga og jafnvel Bandaríkin. Á síðustu árunum hafa Bretar sleppt allri yfirstjóm á Indlandi, Egyptalandi og nú síðast í Palestínu. Þeir hafa fylgt skipuninni: „Gangið út, mitt fólk!“ Plollendingar, sem einnig eru ísraels- þjóð, hafa og látið af yfirstjóm í nýlendum sínum og þar er nú komið nýtt samveldis- land þeiaa — Indónesía —. Einnig þeir hafa DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.