Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 33
irin aftur,“ sagði komuriiaður og steig öðr- um fæti út yfir borðstokkinn. Og hann fór að glíma aftur við gleymdu orðin. Og þegar hann fékk rifjað þau upp, fannst honum þau láta svo einkennilega í ayrum. „Sælir, bræður góðir,“ sagði hann, „bræður frá fomu fari, áður en landsynningurinn tók mig.“ Hann steig svo báðum fótum á sandinn. En Opi-Kwan bandaði móti honum með hendinni og lét hann skilja, að honum væri ekki leyft að fara lengra. „Þú ert dauður, Nam-bok,“ sagði Opi- Kwan. „Ég er feitur og pattaralegur,“ svaraði Nam-bok og hló. „Já, dauðir menn eru ekki feitir og patt- aralegir,“ samsinnti Opi-Kwan. „Þér hefir liðið vel. Þetta er auðsjáanlega eitthvað brögðum beitt. Engann lifandi mann getur rekið á haf út með landsynningnum og kom- ið svo aftur að mörgum árum liðnum.“ „Ég er kominn aftur,“ sagði Nam-bok blátt áfram. „En hver veit nema þú sért þá skuggi,“ sagði Opi Kwan, „skugginn hans Nam-bok sáluga, og þú birtist svona rétt _ í svip. Skuggar geta komið aftur.“ „Ég er glorhungraður. Skuggar éta ekki,“ svaraði Nam-bok. Opi-Kwan var á báðum átturn. Hann botnaði engan skapaðan hlut í þessu. Hann strauk hendinni ráðleysislega um ennið og eins og utan við sig. Nam-bok var líka hálf- gert utan við sig. Hann leit frá einum til annars, en þóttist ekki geta séð, að hann væri boðinn og velkominn. Karlar og konur hvísluðust á, og bömin héldu sig hálfhrædd fyrir aftan fullorðna fólkið. Og hundamir læddust rneira að segja umhverfis hann og þefuðu af honum tortryggnislega. „Ég ól þig, Nam-bok, og hafði þig á brjósti, þegar þú varst lítill,“ sagði Bask- Wah-Wan með grátstaf í hálsinum, og gekk í áttina til hans. „Og hvort sem þú ert skuggi eða skuggi ekki, þá skal ég þó gefa þér að eta.“ Nam-bok ætlaði að ganga á móti móður sinni, en hætti við það, er hann heyrði hræðslukurrinn í fólkinu. Hann sagði eitt- hvað á útlendri tungu, er líktist einna helzt „and....“, en bætti svo við á móðurmáli sínu: „Ég er maður, en enginn skuggi." „Hver fær skilið í þessum kynjurn?" spurði Opi-Kwan bæði sjálfan sig og félaga sína. „Við erum til, og að andardrætti liðnum erum við ekki til. Við vitum, að maður get- ur orðið að skugga. En er það hugsanlegt, að skuggi geti orðið að manni? Nam-bok var til, en nú er hann ekki til. En við vit- um ekki, hvort hann, þessi þarna, er Nam- bok sjálfur eða Nam-boks skuggi.“ Nam-bok ræskti sig, áður en hann svar- aði: „Fyrir langa iöngu hvarf hann faðir föð- ur þíns, Opi-Kwan, og hann kom aftur að mörgum árum liðnum. Og þó var honurn ekki synjað um sæti við eldana. Og það var sagt .... “ Hann gerði sig ærið íbygginn, en áheyrendur hans hlustuðu áfergilega. „Já, það var sagt,“ endurtók hann og lagði mikla áherzlu á orð sín, „að konan hans, hún Sip-Sip, hafi fætt honum tvo syni, eftir að hann kom heim aftur.“ „En hvað kemur það rnálinu við?“ svar- aði Opi-Kwan. „Landsynningurinn tók hann ekki. Hann villtist langt inn í landið. En eins og gefur að skilja, geta menn farið æ lengra og lengra inn í landið.“ „Menn geta líka farið æ lengra og lengra út á hafið,“ svaraði Nam-bok. „En það skipt- ir ekki heldur miklu. Það er sagt, að hann faðir föður þíns hafi haft ýmsar furðulegar sögur að segja af því, sem hann sá í þessari för sinni.“ „Jú, satt var það,“ sagði Opi-Kwan. „Hann hafði frá ýmsum furðulegum hlutum að segja.“ DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.