Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 38
Kwans, og hann ætlaði að fara að láta van- þóknun sína í ljósi yfir slíkri eyðslusemi, þegar Kúgah gamli sparkaði hálf-illyrmislega í hann, til merkis um, að honum mundi bezt að þegja. Nam-bok hélt því áfrarn: „Og þegar langur tími var liðinn, sólin horfin og frostið komið, sneri höfðinginn skonnortunni í suður-átt. Og við fórum svo dag og nótt, ýmist í austur eða suður, og sáurn aldrei land, þangað til við komurn í námunda við þorpið, þar sem skonnortu- mennirnir áttu heima.“ „En hvemig gátuð þið vitað, hvort þið voruð komnir í nánd við þorpið?“ spurði Opi-Kwan, sem gat nú ekki lengur á sér set- ið. „Þú sagðir, að þið hefðuð aldrei séð land." Nam-bok glápti á hann geðvonzkulega. „Sagði ég þér ekki, að höfðinginn hefði dreg- ið sólina ofan af himninum.“ Kúgah reyndi að miðla málurn, svo að Nam-bok hélt áfram: „Já, þegar við vorurn komnir í námunda við þorpið skall á ofsaveður, og um nóttina gátum við ekki ráðið við neitt, né vitað hvar við vorum." „Nú, þú sagðir samt áðan, að höfðing- inn hefði vitað greip Opi-Kwan fram í fyrir honum. „O, þegi þú, Opi-Kwan,“ sagði Nam-bok, „þú ert auli, sem ekkert skilur. Eins og sagði, vorum við alveg ráðalausir. Allt í einu heyrði ég brimhljóð gegnum stormhvininn. Og rétt á eftir rakst skipið á sker eða kletta og brotn- aði í spón. Ég datt í sjóinn að greip til sunds. Landtakan var ill og grýtt, sandvik aðeins á stöku stað. Mér skolaði upp í eitt sandvikið og gat skriðið upp í fjöruna. Skip- verjana mun hafa rekið upp í urðina, því að þeir sáust hvergi, að undanskildum höfð- ingjanum. Ég þekkti hann á hringnum, sem hann hafði á fingri sér. „Þegar dagaði og ekkert sást eftir af skonn- ortunni, lagði ég af stað frá sjónum, til þess að leita mannabyggða, því að ég var orðinn hungraður. Ég kom svo að húsi einu. Þar var mér tekið hið bezta, enda hafði ég lært tungu hinna hvítu manna, og hvítir menn eru alltaf góðir. Hús þetta var stærra en öll þau hús, sem við og feður okkar hafa reist." „Nú það hefir verið skárra húsið," sagði Kúgah og reyndi að dylja vantrúna undir uppgerðar undrun. „Og það hefir líklega þurft fáeinar spvtur í þvílíkt hús,“ bætti Opi-Kwan við í sama undrunartón. „En livað var það,“ sagði Nam-bok og vppti hálffyrirlitlega öxlum. „Húsin okkar eru auðvitað ekki mikil í samanburði við það, en það er ekki meira í samanburði við sum liúsin, sem ég sá seinna." „Og það eru ekki stórir menn í þessum húsum?" spurði Opi-Kwan. „Nei,“ svaraði Nam-bok. „Þeir eru svona meðalmenn, ámóta við mig og þig! Ég skar mér viðarstaf, til þess að ganga við. Og af því að mér þótti gaman að geta sagt ykkur, bræður rnínir, frá öllu því, sem ég sá, þá markaði ég skoru í stafinn fyrir livem mann, er átti heima í húsinu, sem ég kom í fyrst. Ég dvaldi þar nokkra daga og vann þar, en fyrir þá vinnu fékk ég peninga — en það eru hlutir, sem þið þekkið auðvitað ekki, en þeir eru nú samt nauðsynlegir." „Þegar ég fór úr þessu húsi, gekk ég lengra inn í landið. Á þeirri leið mætti ég mörgum hvítum mönnum, og markaði skoru í staf- inn fvrir hvern mann, sem ég mætti. Ég varð að hafa skorurnar minni og minni, til þess að þær gætu komizt fyrir. En þá sá ég allt í einu einn undarlegan lilut. Á jörðinni lá jámstöng ein mikil. Hún var á að gizka eins digur og mannshandleggur; og rétt hjá henni var önnur viðlíka mikil —.“ „Þá hefir þú orðið ríkur," sagði Opi-Kwan, 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.