Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 26
hennar — sagt, að rnikil nauðsyn væri stefnu- breytingar í hugarfari, ef ekki ætti ver að fara. Þar stóð m. a. þetta: „Sannarlega er ekkert það land í Ev- rópu, og máske ekki í heimi öllum, er nú hafi slíka ástæðu sem ísland til að færa þakkir. Nú þegar heita má að allar þjóðir veraldar, stríðsþjóðir og þær, sem hlutlausar eru, líði þungar hörmungar sökum þessarar heimsstyrjaldar, nýtur ís- land þeirrar velmegunar, sem mest er í allri sögu þess. Sé nokkur sá íslendingur, að hann finni eigi með sér innilegt þakk- læti til Guðs fyrir svo undursamlega urn- önnun á þessum hættutímum heimsins, þá er hann að vinna landi sínu beint tjón; því að séu margir slíkir, þá mun Guð í kærleika sínum finna sig til þess knúinn, að svipta ísland sumum þeim gæðum hins efnislega heims, er það nú nýtur, til þess að því lærist að virða rneir auðæfi andans.“ Þetta var birt árið 1942. En þjóðin bar ekki gæfu til að hlvða þessari aðvörunarrödd, sem þó var hafin yfir allan innlendan flokka- drótt, nagg og níð. Á stvrjaldarárunum — meðan sprengju- flugvélar óvinaþjóðanna og kafbátar þeirra herjuðu umhverfis landið, sem varið var af Bandaríkjamönnum og Bretum, gengust prestarnir fyrir því, að þjóðin lauk hverri rnessu í íslenzkri kirkju með hinni gullfögru bæn til Guðs: „Vertu oss fáum, fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda.“ En þegar hríðinni slotaði, hætti söngurinn. Prestarnir og þjóðin öll gleymdi að þakka Guði frelsið og gjafirnar, sem hann hafði látið streyma svo ríkulega hingað. Og í stað þess að þakka þetta og halda áfrarn að enda hverja guðsþjónustu með hinni dásamlegu bæn, var nú snúið við blaðinu. Þeir, sem vemdað höfðu þjóðina, voru reknir burt með svívirðilegum aðdróttunum og ósæmilegum getsökum, sem m. a. æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli íslands, stóð að og beitti sér fyrir. Kirkjan þagði — hún þakkaði ekki einu sinni, hvað þá oftar, hina miklu vemd og varðveizlu frá ófriðarhömiungum. Og hvað hefir svo gerzt? Hafa spádómsorðin til- færðu rætzt? Því getur hver og einn svarað sjálfur. I fáum orðurn sagt hefir ástandið brevtzt á þann veg, síðan 1945 að stríðinu lauk — eða á þrem árum —, að allar erlendar inn- stæður þjóðarinnar, sem voru um 600 millj. króna, eru eyddar, og nú er sífellt hert á öllum höftum og böndum. \7ið höfum orðið að taka upp strangari og stórfelldari skömmt- un en nokkru sinni fyrr hefir þekkzt hér á landi, að hallærisárum undanteknum, á sama tíma sem sþ'rjaldarþjóðirnar slaka til á höft- unum hjá sér. Við höfum orðið að grípa til þess örþrifaráðs, að gefa með öllum fram- leiðsluvörum þjóðarinnar úr ríkissjóði, til þess að allt athafnalíf landsins stöðvist ekki til fulls, og það hefði þó tæpast dugað, ef ekki hefði borizt óvænt hjálp frá þjóðinni, sem við rákum úr landinu, Bandaríkjamönn- um. Á ég þar við Marshall-hjálpina. Ástandinu er lýst vel í einu af dagblöð- unum í Reykjavík 27. ágúst s.l. Þar segir orðrétt: „Hér í Reykjavík og vafalaust víðar á landinu er nú að verða sú mesta vöru- þurrð í ýmsum greinum, sem hér hefir þekkzt síðastl. áratug. Vefnaðan'öruvcrzl- animar eru því nær tórnar. Þar fæst ekki hin nauðsynlegasta álnavara og ekki held- ur sá fatnaður, sem fólk þarf helzt að nota. Sokkar, skyrtur, nærfatnaður og vtri fatnaður sézt óvíða. Allt er þetta ófáan- legt og lítið útlit fvrir að úr rætist. Sarna 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.