Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 36
„En báta rekur seint fyrir vindi,“ sagði Opi-Kwan. „En skonnortan hafði líka vængi,“ sagði Nam-bok, um leið og hann dró upp mynd af siglu og seglum í sandinn. Allir karlmenn- irnir þvrptust utan um hann, til þess að reyna að skilja, hvernig þessu var farið. Það var stynnings-stormur. Og til frekari skýr- ingar þreif Nam-bok í hornið á sjali móður sinnar og hélt því þannig, að vindurinn stóð í það. Bask-Wah-Wan garnla reyndi að streit- ast á móti, en varð þó undan að láta og skjögraði undan vindinum og len.ti í reka- \'iðarhlaða, sem var þar skammt frá. Það rumdi ánægjulega í karlmönnunum, þeir höfðu skilið hverju skonnortuvængirnir fengu til vegar komið. En allt í einu kastaði Kú- gah höfðinu aftur á bak og hló hrottalega. „Ha, ha, ha! Þetta er þokka áhald, þessi stóri bátur. Jú, hann er dálaglegur! Hann er gerður handa vindinum til að leika sér að! Hann fer sem sé hvert senr vindurinn fer. Enginn maður, sem er i þessum bát, getur vitað fyrirfram hvar hann rnuni lenda, því að bátinn rekur auðvitað alltaf undan vind- inum, og vindurinn fer eitthvað, en enginn veit hvert." „Já, Jrað segir þú satt,“ sagði Opi-Kwan, „Jrað er ekki mikill galdur að fara á undan vindinum, en að fara á móti vindinum er þrautin þyngri, þá þurfa menn að róa af öllum lifs og sálar kröftum. En mennirnir Jrarna i stóra bátnum reru ekki, því að þú segir, að þeir hafi ekki haft neinar árar.“ „Og Jreir þurftu ekki að róa,“ kallaði Nam- bok upp allreiðulega, „því að skonnortan fór líka á móti vindinum.“ „Og hvað sagðir þú að kæmi sk— sk— skonnortunni til þess að þokast áfrarn um sjóirin?" spurði Kúgah, og reyndi eins og að stikla sem gætilegast yfir þetta útlenda orð. „Vindurinn," sagði Nam-bok önuglega. „Já, einmitt það, átti ég ekki kollgátuna," sagði Kúgah, „vindurinn lætur sk— sk— skonnortuna fara á móti vindinum.“ Og Kúgah gamli gat ekki að sér gert, að skelli- hlæja upp í opið geðið á Nam-bok. Og bætti svo við, á meðan hláturkviðumar mögnuð- ust umhverfis þá. „Vindurinn blæs auðvitað úr ýmsum átturn undir eins. Jú, það er svo sem auðskilið. Hví ætli rnaður skilji það ekki, Nam-bok minn? Það sér hver heilvita maður.“ „Þú ert auli!“ sagði Nam-bok. „Sannleikurinn drý'pur af vörum þér,“ svaraði Kúgah. „Ég var svo lengi að átta mig á þessu. En það er nú samt auðskilið.“ Nam-bok var orðinn ærið þungbrýnn. Hann sagði einhver óskiljanleg orð, sem fé- lagar hans höfðu aldrei hevrt áður. Áheyr- endur hans byrjuðu aftur að skafa og sauma og skera í beinin. En Nam-bok var þagn- aður. Það leit út fyrir, að hann ætlaði ekki að segja rneira, þar eð enginn sýndist ætla að trúa honum. „En þessi sk— sk— skonnorta,“ spurði Kúgah, eins og ekkert hefði í skorizt. „Hún hefir víst verið gerð úr geysistóru tré?“ „Hún var gerð úr mörgum trjám,“ svaraði Nam-bok hryssingslega. „Hún var afskaplega stór.“ Hann þagnaði aftur, og það var fullt útlit fyrir, að hann ætlaði að verjast allra frétta. Opi-Kwan hnippti í Kúgah. En Kúgah gamli hristi höfuðið og sagði með doðablandinni undrun: „Já, þetta er stórmerkilegt." En Jíá gat Nam-bok ekki á sér setið. „En hvað var skonnortan," sagði hann hálf- drenrbingslega. „Þú hefðir átt að sjá eim- skipið. Skonnortan yar ekki rneiri í saman- burði við eimskipið en bátarnir okkar eru í samanburði við skonnortuna og sandkornið er í samanburði við bátana. Þar að auki er eimskipið úr járrii. Það er smíðað úr járni og engu öðru en jámfcV „Nei, nei! góði Nam-bok“ sagði Opi- 34 •DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.