Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 31
JACK LOHDON: LYGARINN S M Á S A G A SMÁSAGA þessi kom út á ísísnzku í fyista sinn iríS 1919 eða fyríi tæpum þijátíu áium. Hún er ein hi'nna sígi/du smásagna Jack London, og á í dag eJcki síður erindi til aJmennings en hún átti þá. Aliur þoirí yngri kynslóðarínnai mun ekki hafa lesið söguna og þess vegna hefi ég talið rétt að hún kæmi nú aftur fyríi almenmngss/ómr. Sú lífsspeki, sem héi ei flutt, á ef til vill frelcar við í dag en noJcJcru sinni fyrr í sögu mannkynsins. J. G. „Þama kemur bátur, eða er ekki svo? Jú, það er bátur; og það er einn á, og hann sýnist róa stirðbusalega einni ár.“ Það var skrælingjakonan, hún Bask-Wah- Wan gamla, sem sagði þessi orð. Hún reyndi að rísa á fætur, komst á knén titrandi, bæði af magnleysi og ákafa, og starði út á sjóinn. „Hann Nam-bok minn var allt af svo stirð- busalegur við árina,“ tautaði gamla konan, er hún minntist sonar síns. Hún brá hönd fyrir augu, til þess að skyggja fyrir sólina og horfði út á sólskyggðan hafflötinn. „Hann Nam-bok minn var alltaf svo stirð- busalegur. Jú, ég held ég muni ....“ En konumar og bömin fóru að hlæja að görnlu konunni; og það var meðaumkunar- blíður hæðnishreimur í hlátrinum. Gamla konan endaði því ekki setninguna upphátt; orðin liðu eins og hljóðvana af vörum henn- ar. — Kúgah gamli beinsmiður leit upp frá vinnu sinni. Hann lyfti upp hæmskotnum kolli og horfði í sömu átt og gamla konan. Báturinn færðist nær. Maðurinn, sem var í bátnum, réri meira af þreki og kröftum en lagi. Hann fór því marga krákustigu og langa, áður en hann komst að landi. Kúgah gamli leit aftur á það, sem hann var að gera. Hann skar fiskugga á rostungstönn, sem hann hafði á nrílli hnjánna. En fiskur- inn, sem hann markaði á tönnina, átti sér hvergi líka í öllu veraldarhafinu. „Og það er ugglaust náunginn héma úr næsta þorpi,“ sagði Kúgah gamli all-ákveð- inn. „Hann kemur til þess að spyrja mig, hvernig á að fara að því að marka hluti á bein. En hann er dauðans klaufi, sem aldrei lærir nokkum skapaðan hlut.“ „Það er hann Nam-bok minn,“ endurtók Bask-Wah-Wan gamla. „Eða ætti ég ekki að þekkja drenginn minn?“ spurði hún hvellum rómi. „Ég hefi sagt það og segi það enn, að það er hann Nam-bok sonur minn.“ „Og þú hefir nú sagt þetta í öll þessi surnur," svöruðu konumar í hálfgerðu spaugi. „Þú hefir nú setið svona dag eftir dag, þegar ísa hefir farið að leysa. Og í hvert DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.