Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 39
„því að jám er verðmætt og verðmætara en nokkur annar hlutur í heimi. Úr þessum löngu jámstöngum hefði mátt fá marga hnífa.“ „Jú, en ég átti þær ekki,“ svaraði Nam- bok. „Þú fannst þær,“ svaraði Opi-Kwan, „og sá á fund, sem finnur.“ „Nei, hvítu mennimir höfðu látið þær þama,“ svaraði Nam-bok. „Og þar að auki voru stengumar svo langar, að enginn mað- ur hefði getað borið þær — og meira að segja svo langar, að ég sá ekki nokkurn enda á þeim, svo langt sem augað eygði.“ „Hvað segirðu, Nam-bok?“ sagði Opi- Kwan í viðvörunarróm, „skelfingar jám hefir þetta verið.“ „Já,“ sagði Nam-bok, „og ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum, en ég varð að trúa því, sem ég sá sjálfur. En þegar ég var að skoða jámstengurnar, heyrði ég allt í einu ....“. Hann vatt sér að höfðingjanum og sagði: „Opi-Kwan! Ég veit, að þú hefir heyrt sæljón öskra af bræði. Hugsaðu þér, að það væru til eins mörg sæljón eins og öldur hafsins. Og hugsaðu þér ennfremur að öll þessi sæljón væru orðin að einu sæljóni, og hvílíkt fádæma og ofboðs öskur mundi geta komið úr því, og þó mundi það ekki fá öskrað hærra en ferlíki það, er ég heyrði öskra.“ Menn ráku upp undrunaróp og munnur- inn á Opi-Kwan laukst upp og stóð opinn í hálfa gátt. „Og ég sá skrímslið koma æðandi eftir járnstöngunum. Það var eins og þúsund hval- ir væru á ferðinni. Það var eineygt og það spjó reyk og svælu og fnæsti hræðilega. Ég varð hræddur og hljóp allt hvað fætur tog- uðu eftir veginum, sem lá á milli járnstang- anna. En skrímslið fór margfalt hraðara. Það kom þjótandi eins og fellibylur á eftir mér. Ég stökk þá í ofboði og skelfingu út fyrir aðra stöngina og datt endilangur í grasið og í því blés það framan í mig.“ Opi-Kwan fékk aftur vald á munni sín- um. „Og — og hvað svo, Nam-bok, hvað svo?“ „Og svo hljóp skrímslið rakleitt eftir jám- stöngunum," sagði Nam-bok. „Og það gerði mér ekkert mein. Þegar ég reis á fætur, var það komið í hvarf. Slík skrímsli eru algeng þar í landi. Konur og böm eru jafnvel ekk- ert hrædd við þau. Og karlmennimir láta þau vinna fyrir sig.“ „Ef til vill að sínu leyti eins og við látum hundana vinna fyrir okkur?“ spurði Kúgah garnli og kímdi. „Já,“ svaraði Nam-bok, „já, alveg eins og við látum hundana þræla fyrir okkur.“ „En hvemig æxlast þessar skepnur?" spurði Opi-Kwan. „Þau æxlast ekki,“ svaraði Nam-bok. „Hvítu mennimir búa þau til úr járni. Og þeir gefa þeim grjót að éta og vatn að drekka. Grjótið verður að eldi í maganum á þeim og vatnið að gufu; og þess vegna stendur vatnsgufa fram úr nösunum á þeim og — „Nei, hættu nú, Nam-bok, í öllum ham- ingju bænum,“ greip Opi-Kwan fram í, áður en hann fengi sagt meira. „Segðu okkur heldur frá einhverjum öðrum furðuverkum. \ríð þreytumst á þessu, sem við skiljum ekki.“ „Skiljið ekki?“ spurði Nam-bok í örvænt- ingarróm. „Nei, við botnum ekkert í þessu,“ svör- uðu bæði karlar og konur einum rómi, „því hvemig í ósköpunum ættum við að geta skilið þetta og annað eins?“ Og Nam-bok fór að hugsa um vélar, sem felldu gras, vélar, sem sýndu myndir af lif- andi mönnum, og vélar, sem kunnu manna- mál. Og hann vissi það upp á sínar tíu fing- ur, að landar hans mundu aldrei fá skilið í slíkum hlutum. DAGRENN ING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.