Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 19
HUGO GERING: Um spádóma í morrænni heíÓni. ITpRAM um miðja síðustu öld var sú skoðun almennt ríkjandi, að frumþjóðin indó- germanska, sem fortakslaust var talin hafa átt heimkynni sín í Asíu, hefði staðið á mjög háu menningarstigi, áður en hún greindist sundur; að fjölskyldulíf þar hefði verið vel skipulagt og nokkur vísir að ríkis- skipulagi, að þjóðin hefði stundað akuryrkju og kunnað skil á meðferð flestra málrna, hún hefði búið í þorpum og bæjum, kunnað að smíða vagna og skip, ort í bundnu rnáli og dýrkað ýmsa guði með skýrt mótuðum ein- kennum. Menn hafa þó meir og rneir horf- ið frá þessurn draumkennda skilning á frum- háttum Indógermana, eftir að forsögulegar og mannfræðilegar rannsóknir hafa gert það meir en sennilegt, að forfeður menningar- þjóða Norðurálfunnar, og einkum þá Ger- manar Norður-Þýzkalands og Skandinavíu, hafi þegar á steinöld dvalizt í núverandi heimkynnum sínum, og þannig fyrst eftir það, fyrir erfiða og þrotlausa vinnu, hafizt á hærra menningarstig og skapað sér lög og rétt, list og iðnað, skáldmennt og trúar- brögð. Rætur alls þessa má auðvitað rekja aftur til indógermanskra frumtíma. Það getur t. d. enginn vafi á því leikið, að þá þegar liefir verið til trúin á framhaldslif sálarinnar eftir dauðann og forfeðradýrkun sprottin af henni, sem vér megum líta á sem frumstig guðadýrkunarinnar, sem síðar varð. Hug- mvndimar um eðli sálarinnar eftir dauðann voru þó enn hráar og fmmstæðar, eins og ráða má af því, að í germanskri heiðni var einnig litið á lífið eftir dauðann sem lítt breytt framhald jarðlífsins og talið, að matur og drykkur t. d. væru ómissandi þarfir sál- arinnar. Hins vegar voru sálinni eignaðir yfir- náttúrlegir hæfileikar og kraftar, svo að menn leituðust eftir að njóta hjálpar hennar við sérstaklega erfið verkefni og tryggja sig gegn því að verða fyrir reiði hennar. Hér er að finna frumupptökin að spádóm- um og töfrurn í norrænni heiðni, sem er efni það, er ég hefi valið mér til athug- unar. Til þess að fá vitneskju unr fram- tíðina og láta hana koma heim við óskir sínar, þ. e. a. s. annaðhvort til þess að bægja frá yfirvofandi hættu eða öðlast uppfyllingu óska sinna, sneru rnenn sér, ef það var mann- legum mætti ofvaxið, til sálna framliðinna og ákölluðu ýmist einhvem ákveðinn látinn mann eða andahjörðina í heild, sem fer á kreik á næturnar, aðallega þó sérstakar næt- ur. Eru fjölmörg dærni um hvort tveggja í frumnorrænum heimildum. Þannig lætur eitt Eddukvæði hina ungu hetju Svipdag1) fara til leiðis móður sinnar, er hin illa stjúpa hans sendir hann til þess að leita Menglað- ar, og hirtist móðir hans honum og „getur góðra galdra“;;2) þannig særir hin herskáa Hervör fram Angantý föður sinn og nær af honum sverðinu Tvrfing, sem lagt hafði ver- ið í görf hinnar föllnu hetju að fornum sið.3) Hinar fornu sögur eru nreira að segja DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.