Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 22
Áreiðanlegar heimildir26) henna frá ein- kennilegri aðferð til þess að öðlast vitneskju um vilja goðanna, þar sem var sá siður margra norskra höfðingja, er flúið höfðu land í Noregi eftir valdatöku Haralds hár- fagra, út af ónægju með þá skipun, er hann kom þar á, og leitað til íslands, að fleygja fyrir borð, jafnskjótt og þeir kornu í land- nánd, öndvegissúlum sínurn eða setstokkum, er þeir höfðu tekið með sér heiman að úr Noregi, með þeirri heitstrenging, að þeir skyldu byggja þar á íslandi, sem súlumar kærnu á land. Á einum stað segir frá því,27) að í stað súlna hafi verið varpað fyrir borð kistu með líki eins útflvtjandans, er andazt hafði á leiðinni, með sarns konar fyrirmæl- um; hinn látni útflytjandi hafði sjálfur lagt svo fyrir í þeirri von, að honum auðnaðist einnig að annast heill ættar sinnar eftir dauðann. Sú var yfirleitt almenn trú, að rnenn öðl- uðust sýn inn í ríki hins ókomna stuttu fyrir dauða sinn: rnenn hafa víst litið svo á, að sálarnir hafi þá þegar liafið sig til flugs yfir í frjálslegri tilveru. Þannig lætur sagan Sigmund, þar sem hann liggur bannvænn í valnum, segja fyrir frægð Sigurðar sonar síns, sem þá er enn óborinn;28) Brynhildur segir Gunnari og skyldmennum hans fyrir forlög þeirra, eftir að hún hefir lagt sig sverði til þess að fylgja ástmanni sínum í dauðann;29) Ljótar, sem hlotið hafði banasár af hendi Óla hins frækna, er laumazt hafði dulklædd- ur inn í konungshöllina, spáir honum svip- uðum forlögum.30) Af þessum ástæðum trúðu menn því einnig, að formælingar feigra manna kæmu fram. Þegar Sigurður hefir banað drekanum Fáfni, duldi hann hann nafn síns, „fyrir því at þat var trúa þeira í forneskju, at orð feigs manns mætti mikit, ef hann bölvaði óvin sínum með nafni“;31) Sóti leggur það devjandi á Hálf- dan banamann sinn, að hann rnuni ekki til Massibil, lieitkonu sinnar.32) Þess vegna varr eins og segir í Göngu-Hrólfs sögu,33) kefli stungið í munn banasærðum fjölkynngis- mönnum til þess að koma í veg fyrir, að þeir yllu óhöppum með andlátsorðum sínum; þrátt fyrir það tekst þó Grími ægi að mæla svo um, að öllum sé vís dauði, er fyrst taka land við haug hans. Til þess að fullkomna þessa lýsingu, þarf ég aðeins fáu einu við að bæta. Þannig er t. d. margstaðfest af heimildum, að menn trúðu því, að spádómsgáfa gengi í erfðir, eins og í ætt Völsunga34) og Njáls;35) að menn gáfu r'andlega gaum að fyrirboðum (óðinn kennir Sigurði skjólstæðing sínum skil á góðum og illum heillum);36) og loks að dýr og rneira að segja líflausir hlutir gátu birt óorðna atburði. Fuglar segja Sigurði fyrir forlög hans;37) hestur Hreggviðs konungs lét ekki taka sig fyrir orustu, ef sá fékk ósigur, er honum skyldi ríða;38) burtstöng þessa sama konungs var dumb, ef ósigur var vís, en gaf annars hljóð af sér sem klukka;39) atgeir Gunnars Hámundarsonar, hetjunnar sem höfð var í mestum liávegum á hinu forna íslandi, hafði svo rnikla náttúru með sér, að „þegar veit, er víg er vegit með at- geirinum, því at þá syngr í honum áðr hátt“.40) Að vísu er það vafasamt, hvort þessi síðustu atriði eiga raunverulega rætur í upprunalegum heiðnum hugsunarhætti eða aðeins endurtaka frásagnir um fræg sverð og hesta í hetjuljóðum rómanskra þjóða — en víst er þó það, að um spáhesta Germana getur þegar hjá Tacitusi.41) HEIMILDIR OG ATHUGASEMDIR. 1) Grógaldur. 2) Til þess að auka á áhrif „galdranna" stóð hún á steini (á jarðföstum stcini stóðk innan dura, meðan ek þér galdra gól, Gróg. 15), á sinn hátt eins og menn stigu á stokk eða stein við heit- 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.