Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 37

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 37
Kwan. „Hvernig getur það átt sér stað? Jám- ið sekkur alltaf. Það veit maður þó. Ég átti til dæmis jámhníf, sem ég keypti af höfð- ingjanum í næsta þorpi, og í gærdag rann hann úr hendi mér og ofan í sjóinn. Allt hlýðir vissum náttúrulögmálum. Og ekkert getur átt sér stað, sem kemur í bága við þau; það veit maður. Og við vitum, að allir hlutir, sem tilheyra sömu tegund, hlýða sama lögmáli; allt jám hlýðir sama lögmáli, og það er náttúra jámsins að sökkva, er það kernur í sjó. Taktu því orð þín aftur, Nam- bok, svo að við getum haft þig alltaf í heiðri.“ „Þetta er nú sarnt satt, sem ég segi ykk- ur,“ svaraði Nam-bok. „Eimskipið er gert úr tórnu járni og flýtur samt og sekkur ekki.“ „Og sussu sussu! Það getur ekki átt sér stað,“ sagði Opi-Kwan. „Ég hefi séð það með mínum eigin aug- um,“ sagði Nam-bok. „Það stríðir gegn náttúrulögmálunum,“ sagði Opi Kwan. „En segðu mér eitt, Nam-bok,“ sagði Kú- gah, því að hann var orðinn hálfsmeykur um, að hann mundi ekki fá veitt meira upp úr Nam-bok. „Já, segðu mér eitt: Hvernig fara þessir rnenn að rata úti á regin hafi, þegar þeir sjá hvergi land?“ „Sólin vísar þeim veg,“ svaraði Nam-bok. „En hvemig getur sólin vísað þeim veg?“ spurði Kúgah. „Höfðingi skonnortunnar tekur lítinn hlut um hádegisbilið,“ sagði Nam-bok, „og horfir gegnum hann í sólina. Og með því móti fær liann sólina til þess að stíga niður af himninum og ofan á jarðbrúnina.“ „En þetta eru rammir og hræðilegir galdr- ar,“ kallaði Opi-Kwan upp yfir sig, því að honum blöskraði þessi óttalega vanhelgun. Karlmennimir fórnuðu upp höndum í heil- agri vandlætingu, en konurnar stundu þung- an yfir þessu óguðlega athæfi. „Þetta eru hræðilegir galdrar og gerningar," endurtók Opi-Kwan, „það getur ekki verið rétt að af- vegaleiða sjálfa sólina, blessaða sólina, sem rekur nóttina burtu og gefur okkur seli, lax og sumarhita." „Nú, jæja þá,“ svaraði Nam-bok kæruleys- islega. „Það má vel vera, að þetta séu galdr- ar og gerningar. Ég hefi sjálfur horft á sól- ina gegnum þennan hlut og náð henni ofan af himninum." Þeir, sem næstir honum sátu, reyndu að mjaka sér frá honum. Og ein af konunum, sem hafði barn á brjósti, breiddi vfir andlit þess, svo að það skvldi ekki verða fyrir sjón- um hans. „En þarna fjórða morguninn, Nam-bok,“ tók Kúgah aftur til máls. „Já, hvernig var það, þegar sk— sk— skonnortan stefndi á þíg?“ „Ég var sama sem þrotin að kröftum og gat ekki lagt á flótta,“ sagði Nam-bok. „Skonnortu-mennirnir tóku mig. Þeir dreyptu á mig vatni og gáfu mér góðan mat að eta. Þið hafið séð aðeins tvo hvíta rnenn á ævi ykkar. En skonnortu-mennimir voru allir hvítir, og þeir voru eins margir og tær mínar og fingur eru til samans. Og þegar ég sá, að þeir vildu mér vel og voru allir góðir við mig, herti ég upp hugann og reyndi að taka sem bezt eftir öllu, sem ég sá. Þeir kenndu mér að gera allt, sem þeir gerðu, og gáfu mér góðan mat og vísuðu mér á stað, þar sem ég gat sofið. Þeir fóru svo dag eftir dag hingað og þangað urn hafið; og hvern dag dró höfð- inginn sólina ofan af himninum, til þess að láta hana segja sér, hvar við vorum staddir. Og þegar lvgnt var, veiddu þeir sæbirni. Mig furðaði mjög á því, að þeir fleygðu alltaf kjötinu og spikinu, en hirtu aðeins skinn- in.“ Það komu gremjudrættir í andlit Opi- DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.