Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 17
Þar eð prinsinn er fæddur í þeirn hluta júnhnánaðar (23. júní 1894), sem er sérstakt trmabil, stjömuspekilega scð, er víst, að hann hefir ákveðnar skoðanir á ástamálum, sem einkennilegar munu svnast í augum þeirra manna, sem lítinn skilning hafa því, hve mjótt er bilið milli „ástar og haturs“. Fólk, sem fætt er undir þessari stjörnuafstöðu, reynist oft mjög hverfult. Það virðist skammt á milli ástarofsa og kæruleysis hjá því, og fær oft orð fyrir að vera „eitt í dag og annað á morgun“. Það er eftirtektarvert, að viðhorf stjarn- anna til prinsins af Wales er sama og til fjögurra sona Georgs III. og sérhver þeirra olli hneykslun og forundrun með því að láta ekki skynsemina ráða konuvalinu, þ. e. frá sjónarmiði hirðarinnar og tignar sinnar. Vér höfum þegar drepið á „ástalíf“ elztu sona Georgs III. Hertoginn af Clarence, sem síðar varð Vilhjálmur I\7., bjó í mörg ár með frú Jordan leikkonu, og gat rnörg börn við henni. Það vakti þjóðarathygli, er hann biðl- aði til ungfrú Wykeham, sem hmggbraut hann. Hertoginn af Kent, næsti sonurinn, tók ólöglega saman við frú Ágústu Murray, en „konunglegu hjúskaparlögin“ gerðu það órnerkt. Þá gekk hann að eiga með „vinstri handar giftingu“ frú Cecilíu Buggin, en því hjónabandi var einnig slitið. Hann bjó árurn sarnan með maddömu Laurent nokk- urri, og var orðinn sextugur, er hann var þvingaður til þess að yfirgefa hana og giftast prinsessunni af Saxen-Coburg og höguðu forlögin því þannig, að dóttir þeirra varð Viktoría, sem fædd var í Kengsingtonhöll 24. maí 1819, er síðar varð drottning Eng- lands. Hans konunglega tign, Ilinrik prins, sem fæddur er 31. rnarz árið 1900, mun lifa við- burðaríku, en lítt friðsömu lífi. Hann mun taka persónulega þátt í hernaðarframkvæmd- um og verða hætt kominn í ófriði. Senni- legt er, að hann særist hættulega í eldi, skot- hríð eða við sprengingar, en samt mun það honum bezt að verða hermaður. Hann mun þjást af sjúkdómi í hálsi, nefi og eyrum, og mun beinbrjóta sig, einkum handleggi og axlir. Hans konunglega tign, Georg prins, fædd- ur 20. desember 1902, mun taka við háum borgaralegum embættum, verða undirkon- ungur eða landstjóri í nýlendunum. Hann mun ferðast mjög víða, en í sjóherinn skyldi hann ekki ganga, því að það yrði honum til ógæfu og sífellds voða. Hann mun eiga við að stríða veiki í maga og fleiri líffærum, svo og verður hann ónýtur í fótum og höfuð- veikur. Framundan sjáum vér stórhrikalega, ógn- þrungna atburði vofa yfir Englandi, en hvað Georg konung og ensku konungsfjölskyld- una snertir, er nútíðin og næstu árin fram- undan þrungin böli og illspám, svo að shks eru vart dæmi áður. # Bókarkafli þessi er, eins og fyrr segir, tek- inn úr bók Kirós, „World Predictions“, sem út var gefin 1927. Þá var fyrri heimsstyrjöld- inni lokið, svo stvrjöld sú og erfiðleikar, sem hér er um spáð, að Bretland verði þátttak- andi í, er ekki fyrri heimsstyrjöldin, heldur sú síðari, þ. e. styrjöldin frá 1939—45. — Georg V. dó 20. janúar 1936 og átti þá Játvarður sonur hans — prins af Wales — að taka við konungdómi. Hann tók við kon- ungdómi um stund, en aldrei varð af krýn- ingu vegna sambands hans við frú Simpson frá Bandaríkjunum, og fór svo — 9 árum eftir að spádómur Kirós var birtur —, að hann afsalaði sér konungdómi á Bretlandi, en bróðir hans — hertoginn af York — var krýndur konungur Breta. Eru í því sam- bandi athyglisverð ummælin í spádómi Kir- DAGRENNING 15

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.