Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 29
Guð, heldur hjá hinum svonefndu „lærðu stéttum“, þ. á. m. prestunum, sem ekki leng- ur trúa á orð Guðs í Biblíunni, né frelsara- hlutverk Jesú Krists. Sá kristindómur, sem hvorki byggir á Kristi né Biblíunni, er auð- vitað enginn kristindómur, þó að menn séu að hræsnast við að gefa slíkum „trúarbrögð- um“ það nafn. Það má því enginn skilja þá viðleitni, sem hér kemur fram, til þess að reyna að útvega löglega heimild til slíks bænadagshalds, þannig, að með því sé öllu náð, ef sú heim- ild fengizt. Þar er aðeins um undirstöðu- atriði að ræða, fvrstu viðurkenningu hins ís- lenzka lýðveldis á því, að Guði beri að þakka góðar gjafir, sem þjóðinni em færðar, og þá vernd, sem hún nýtur á hættunnar stund. Það er nú fullreynt, að kirkjan — þ. e. prestamir — eru þessu andvígir, þótt þeir kalli sig „þjóna Guðs“. Þess er tæpast að vænta, að róðurinn verði léttari, þegar kem- ur til „hinna hundheiðnu“ stjómmála- manna. En við skulum sjá, hvað setur. Nú, um það bil, sem ég er að ljúka þessari grein, berst mér bréf frá Adam Rutherford, sem nú er á fyrirlestraferð um Bandaríkin. Ég ætla að láta nokkrar setningar úr þessu bréfi hans verða niðurlagsorð þessarar grein- ar. — Hann segir: „Is there no sign og the National Day oí the Thankgiving yet? I am very much ahaid that Iceland is going to have severe trouble. Well, vve have vvarned the nation, — they cannot say that they have not been told hovv to avoid it. I wish Iceland would waken up.“ Þýðing: „Eru engar líkur til að þakkargjörðardagur verði upp tekinn? Ég er mjög hræddur um að ísland eigi fyrir höndum alvarlega örðugleika. Jæja, við höfum að- varað þjóðina, — það verður ekki hægt að segja, að ekki hafi verið á það bent, hvemig forðast mætti vandræðin. Ég vildi óska að vakning gæti orðið á íslandi." J. G. SÖGULKG SANNINDI. Margar ræður hafa verið fluttar nú að undan- fömu á vettvangi heimstjórnmálanna, en engin hefir vakið slíka athygli um heim allan, sem ræða Spaaks forsætisráðherra Belgíu, er hann flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna 28. sept. s.l., er hann gagnrýndi utanrikisstefnu Rússa. Hann sagði þá meðal annars: „Hvað eru söguleg sanindi síðustu ára? Það er aðeisn eitt riki í heiminum, sem kom út úr síðasta stríði sem sigurvegari annarra landa. Það var Sovét-Rússland. Það var á meðan á stríðinu stóð, að Balkan- löndin voru innlimuð í Rússland; það var meðan á stríðinu stóð, og vegna þess, að þér (þ. e. Rúss- ar) hirtuð sneið af Finnlandi; það var meðan á stríðinu stóð og vegna þess, að þér tókuð hluta af Póllandi. Það er vegna yðar óskammfeilnu og und- irferlislegu stjórnmálaaðferða, að þér nú eruð öllu ráðandi í Varsjá, Prag, Belgrad, Bukarest og Sofia; það er yðar stefnu að þakka, að þér nú hafið setulið í Vín og Berlín og ætlið ekki þaðan burt; það er samkvæmt yðar stefnu, að þér gjörið nú nýjar kröfur viðvíkjandi Ruhr. Horfandi á þessar aðfarir og yðar mikla riki, sem nú breiðir úr sér alla leið frá Austurlöndum til Eystrasalts og frá Svartahafi til Miðjarðarhafs — og nú vitum vér, að þér gimist líka Rinarlönd — og þér spyrjið oss út af hverju vér séum áhyggjufullir? Sann- leikurinn er sá, að utanrikisstefna yðar er nú yfir- gangssamari og hefir sett sér stærri markmlð en utanríkisstefna keisaratimabilsins." DAGRHNNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.