Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.10.1948, Blaðsíða 10
— liðin á tímabilinu 1800 e. Kr. til 1941 e. Kr. Og ef vér athugum söguna, sjáum vér, að það er einmitt um 1800 og eftir það, sem hinar engilsaxnesku þjóðir verða að stórveldum og það er 1941, sem þær sam- einast í eitt voldugt hernaðar- og menningar- bandalag, eins og áður er sýnt fram á. Sá tími er þess vegna íiðinn, sem þessum þjoðum er ætlað að Jifa undir kúgunarhæl heiðinna heimsvelda. Hið heilaga rómverska ríki með rómversk-kaþólsku kirkjuna í farar- broddi var síðasta heiðna heimsveldið, sem drottnaði vfir Engilsöxum og Norðurlanda- búum. Síðustu leifar þess hrundu með Vil- hjálmi II. Þýzkalandskeisara árið 1914, er hrun þess skipulags hófst, sem verið hafði drottnandi um alda raðir. Þegar vér því nú horfum frarn til hinna ókomnu atburða, skulum vér minnast þess, að „útlegðartím- inn“ er liðinn og nú — eða síðan 1941 — er liafin sameinuð sókn ísraelsþjóðarinnar til þess að skipa málefnum hins nýja, kom- andi tímabils á jörðu hér. Að vísu verður það ekki fyrr en 1954, sem yfirráð ísraels verða orðin algjör um allan heim, og árin næstu til 1954 verða mikil styrjaldar og erfið- leika ár, bæði fyrir ísraelsmenn og aðra, en allt, sem nú gerist, er undirbúningur undir þau miklu og óhjákvæmilegu átök, sem ísra- elsþjóðinni sameinaðri er ætlað að taka þátt í og sigra í að lokum. En þótt þessu sé þannig varið, getur vel farið svo, að ísraelsþjóðirnar verði fyrir mikl- um hörmungum og þjáningum, þótt þær haldi velli að lokum. Ef þær ekki snúa sér til Guðs og leita hans fulltingis og aðstoðar, mun frá þeirn tekið rerða margt af gæðum þessa heims, er þær nú njóta. En á því eru ekki mikil líkindi, að minnsta kosti enn sem komið er, að þær snúi af ógæfubraut sinni. Ekkert þýðir heldur að leita þess trausts með yfirborðshætti einum, líkt og Farisear gerðu forðum — og gera enn —, heldur bpr að sýna trú sína í verki. Hinar engilsaxnesku og norrænu þjóðir verða að hverfa frá „gull- kálfum“ sínum og yfirborðsmenningu, leggja niður hroka sinn og stærilæti og koma á hjá sér þjóðskipulagi, þar sem frelsi og réttlæti ríkir og jöfnuður á lífskjörum er slíkur, að til fyrirmyndar er öllum heimi. í hinum miklu þrengingum liðinna ára kölluðu ísra- elsþjóðimar á Guð til fulltingis sér, þegar hættan var sem mest. Og hjálp hans biást aldrei. Hann frelsaði Breta úr þeirri von- lausu aðstöðu, sem þeir voru í í júnímánuði 1941 með þeim hætti að láta bandamönn- um sjálfum, — Þjóðverjum og Rússum, — lenda saman í stórstyrjöld. Það gat engan dreymt um það þrem mánuðum áður, að lausn Bretlands yrði með þeim hætti. Fjölda slíkra dæma rná nefna, bæði úr hinni gömlu sögu ísraels í Biblíunni og hinni nýju sögu hans, sögu Engilsaxa og norrænna þjóða. V. ÍMABILI því, sem nú stendur yfir í heiminum, er í spádómum Biblíunnar lýst með líkingu af dularfullri borg, þar sem framdir séu alls kyns glæpir og svívirðing, líkt og í Sódómu, sem loks var þurrkuð út af yfirborði jarðar vegna illsku sinnar. Þessi borg er t. d. í Opinberunarbókinni kölluð „hóran mikla“ eða „hin dularfulla Babylon“. Enginn vafi er á því, að með þessu tákn- máli spádómanna er átt við þjóðskipulag þessara tíma, sem leyfir alls konar svívirð- ingum og glæpum að þróast nærri óhindrað. Vér teljum vora tíma mestu menningar- tíma, sem verið hafa á jörðunni, en sanni nær væri að telja þá mestu ómenningartíma, sem yfir mannkynið hafa gengið. Fyrri tíma menn skorti þá tækni, sem nú- tímamenn eiga, til að bæta úr ýmsurn þörf- um sínum og stóðu nútímamönnum að því leyti að baki, en þeir stóðu nútímamönnum S DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.