Dagrenning - 01.12.1950, Side 3

Dagrenning - 01.12.1950, Side 3
BAGKENNING 6. TOLUBLAÐ 5. ÁRGANGUR REYKJAVÍK DESEMBER 1950 Ritstjúri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 2S, Reykjavik. Sími 119b. var i aprilmánuði vorið 1944. Úti var kalsaveður og ég sat inni i hlýrri stofu og vann eittlwað i þægilegri hlýjunni. Þá er dyrabjöllunni liringt, og ég fór til dyra. Úti á tröppunum stcndur kona, frernur fátœklega klcedd, en pó ekki illa til fara. Hún bauð af sér góðan pokka. Hún hélt á dálitlum pakka i hendinni. Þegar ég liafði opnað hurðina og við höfðum lieilsast segir húri: „Þér eruð Jónas Guðmundsson, eða er ekki svo?“ Ég kvað það vera. „Mig langar til þess að tala við yður fáein orð“, segir konan. „Það er auðsótt mál“, svara ég og bauð konunni inn. Þegar við komum inn i stofuna tók hún fratn dálitla bók, og r.étti mér og sagði: „Mig langar til þess að þér lesið þcssa bók. Ég veit að þér þekkið mig ekki — liafið liklega aldrei séð mig fyr, og vitið e'kki hvað ég heiti, enda skiptir það litlu máli. Ég hef lesið ýmislegt, sem þér hafið skrifað og mig langar til þess að þér lesið þessa litlu bók. Ef þér viljið ekki kaupa hana — hún kostar lítið — langar mig til að skilja hana eftir hjá yður, ef þér viljið gera það fyrir mig, að lesa hana. Ég er sannfcerð um að þér hafið áreiðanlega ekki ilt af þvi að lesa bókina, en hún gceti vel orðið yður til góðs.“ Á þessa leið mcelti konan, og ég sá að henni var það áhugamál að ég lcesi bókina, svo ég tóli við henni og leit á hana. Þetta var dálitið rit, tcepar 100 blaðsiður i meðalbroti. Ég leit á titilinn og höfundarnafnið. Þar stóð: Frank Mangs: VEGUR MEISTARANS. „Mér er það áncegja að kaupa af yður þessa bók“, sagði ég siðan við lionuna, „og ég skal meira að segja lofa yður þvi að lesa bókina mjög bráðlega", bcetti ég við. Okkar viðrceða varð ekki mikið lengri. Konan livaddi mig og fór. Ég hef aldrei séð hana siðan svo ég viti til, og ég man ekki nafn liennar. Ég efndi þetta loforð. Ég tók bókina þegar i stað og hóf að lesa hana, og ég hœtti ekki fyr en ég hafði lesið hana til enda. Ég hef fáar bcekur lesið, að Bibliunni undantekinni, sem hafa orkað eins á huga minn, cins og þessi litla bók. Flún varð mér nokkurskonar opinberun og opnaði skilning minn á ýmsu, sem ég hafði litt skilið áður eða lxugleitt. Hún var rituð á góðu máli og lipru og þýðandinn hafði auðsjáanlega lagt sig fram til þess að ná sem skýrustum myndum af því, sem frá var sagt. Ég var þá þegar, og er enn, þakklátur þessari ókunnu konu, sem gerði sér ferð til min hinn kaldhranalega aprildag 1944 til þess að fcera mér þessa bók, og ég vildi gjarnan, að hún berði að minum dyrum einhvern tima aftur, svo DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.