Dagrenning - 01.12.1950, Page 8

Dagrenning - 01.12.1950, Page 8
„Viljið þér segja mér svo nákvœmlega sem þér getið Iwar á veggnum mynd- in birtist?“ spyr blaðamaðurinn. „Myndin birtist á múrveggnum i samkomusal trúboðshússins á Island Place i Llanelly i Suður Wales, um það bil i sömu hœð og efri brún rœðustóls- ins,“ svarar Jeffrey. „Var það við guðsþjónustu eða i annan tima?“ „Já, það var á samkomu; ég var i rœðustólnum og flutti rœðu og lók þá eftir því að áheyrendur minir fóru að veita einhverju sérstöku athygli á veggn- um að baki mér, svo að ég gerði hlé á rceðu minni til þess að athuga þetta nánar. Ég sneri mér við i rœðustólnum til þess að aðgœta hvað það veeri, sem vekti athygli fólksins, og þá sé ég andlitsmynd Krists.“ „Hvers konar Ijós var i salnum?“ „Rafmagnsljós, og salurinn var full lýstur.“ „Hvernig var múrinn, sem myndin birtist á, var hann kalkaður eða hvað?“ „Það var venjulegur múr kalkaður og Ijós á litinn." „Treystið þér yður til etmþá að benda nákvannlega á staðinn á veggnum þar scm myndin birtist?" „Já, áreiðanlega get ég bent á staðinn, myndin sást i sex klukkustundir og hver og einn sem kom sá hana. Morguninn eftir var hún horfin „Hefur nokkur reynt að gefa skýringu á þessu fyrirbceri?" „Nei, enginn, enda var ómögulegt að gcfa nokkra skýringu á fyrirbcerinu. Hver og einn gat séð það. Það var sýn, sem ILerrann sjálfur veitti okkur. Hún, átti að minna okkur á að Hann var í raun og sannleika lambið, sem slátrað hafði verið, og að lambið er hinn sami og hinn krossfesti Frelsari, sem borið hefur synd heimsins. Hann virtist, með okkur, harma þá atburði, sem brátt skyldu koma yfir heiminn.“ Blaðamaðurinn heldur áfram: „Ég leitaði uppi annan mann, George Every, sem ég vissi að hefði verið á samkomunni og séð myndina. Llonum sagðist svo frá: „Myndin var af svipaðri stœrð og venjulegt mannshöfuð, augun voru greinilega lifandi og hreyfðust.“ Ég spurði hann þá hvort hann gccti látið mér i té frekari sannanir fyrir þessum einstœða atburði, og hann lét mig fá úrklippu úr bcejarblaðinu þar sem eftirfarandi stóð skráð: „Sá furðulegi atburður, sem sagt verður frá hér á eftir, gerðist fyrir skömmu siðan við guðsþjónustu i „The Gosþel Hall“ á „Thc Island Place“, að sögn sjónarvotta. í nokkra mánuði hefur hinn ötuli trúboði Stephan Jeffrey haft samkomur á þessum stað, og hafa þœr verið sóttar af nokkrum hóp manna. 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.