Dagrenning - 01.12.1950, Síða 17
ast mun með ógrynni liðs gegn ísrael —
hinum engilsaxnesku og norrænu þjóðum.
Frá þeirri viðureign er nánar sagt í 38. og 39.
kapitula Esekielsbókar, en það verður ekki
rætt hcr frekar í þetta sinn. Það, sem því má
gera ráð fyrir að gerist í Asíu, er, að Sóvíet-
ríkin beiti Kína þar mjög fyrir sig, og vopni
þessa miklu þjóð, gegnsýri hana af hernaðar-
anda og noti sem svipu á allar aðrar þjóðir
Asíu til þess að kúga þær undir veldi Rússa.
Hvort Kínverjar hugsa Rússum sjálfum þá
þegjandi þörfina á eftir er annað mál, og
verður ekki rætt hér.
Kóreustvrjöldin hefur sýnt heiminum franr-
an í nýtt herveldi, sem komið er til sögunn-
ar. Það er hinn mongólski dreki, sem nú er
vaknaður af rnargra alda svefni. Nú fyrst
horfast hin vestrænu stórveldi í augu við af-
leiðingar brigða sinna við þann málstað, sem
þau hafa lofað að þjóna. En hér er meira á
ferðinni, en menn ætla í fljótu bragði.
Idinn forni heiðindómur er nú upprisinn í
öllurn sínum myndugleika og veður nú frarn
á vígvöllinn boðinn og búinn til að granda
allri þeirri siðmenningu, sem kristindómur-
inn hefur reynt að skapa í 2000 ár. Stórmerki-
leg lýsing er til í Davíðssálmum á innræti
Meseks-þjóðflokksins sem nú er ráðandi þjóð-
flokkur Sóvietríkjanna. Þar segir svo:
„Drottinn, frelsa sál mína frá ljúgandi vöium,
frá tælandi tungu.
Hversu mun fara fyrir þér nú og síðar,
þú tælandi tunga.
Önar harðstjórans eru hr-esstar við
glóandi viðarkol.
\7ei mér, að ég dvel hjá Mesek,
bý hjá tjöldum Kedars.
Nógu lengi hefur sál mín búið
hjá þeim, sem friðinn hata.
Þótt ég tali friðlega,
vilja þeii ófiið.“
í þessum sálmi korna betur fram en víða
annars staðar eðliseinkenni þeirra þjóða, sem
byggja Sóvietríkin: Ljúgandi varir, tælandi
tunga, harðstjóm, hata friðinn, og þótt talað
sé friðlega er stefnt að ófriði.
Þessi eðliseinkenni hafa aldrei komið jafn
greinilega frarn og einmitt nú. Allar tilraunir
til þess að ná „samkomulagi“ við Sóvietrík-
in hafa revnst árangurslausar og rnunu reyn-
ast það. Nú, þegar Góg hefur sest að í Magog-
landi — Kína — mun hann fyrst fvrir alvöru
fara að láta til sín taka. Hann mun reka Sanr-
einuðu þjóðirnar burt úr Kóreu. Hann mun
reka Breta og Frakka burt af Indlandsskaga.
Hann mun gegnsýkja Hindustan (Indland)
af konmiúnisma og efna þar til borgarastyrj-
aldar eins og átti sér stað í Kína. Nehru mun
flýja undan kommúnismanum eftir að hafa
árangurslaust reynt að vingast við leiðtoga
Rússa og Kínverja, og hans munu bíða söniu
eða svipuð örlög og Sjang Kai Sjeks. Ilin
austræna, mongolsk-rússneska heiðni mun
flæða yfir Indland og brjóta niður öll hin
fornu menningarkerfi Indverja. Og loks mun
röðin koma að Pakistan — Múhameðstrú-
ar ríkinu indverska — og fyrir því mun fara
á sönm leið. Arabaríkin nmnu verða þarnæsta
fómarlambið, en þau nrnnu aldrei verð Rúss-
urn trvgg, en hinsvegar munu Rússar efla ísra-
elsríki í Palestínu og gera það að leppríki
sínu. Daníel spámaður segir greinilega fyrir
urn þá atburði á þennan veg:
„Og hann nmn rétta hönd sína út
yfir löndin, og Egiptaland mun ekki
komast undan; hann nmn kasta eign
sinni á fjársjóðu Egiptalands af gulli og
silfri og allar gersemar þess, og Libyu-
menn og (Blálendingar) Etiopiumenn
nmnu vera í för með honurn. En fregn-
ir frá austii og noiðii munu skelfa hann;
mun hann þá í mikilli biæði hefja ferð
sína, til þess að eyða og tortíma mörgum.
Hann nmn slá skiauttjöldum sínum milli
hafsins (Miðjarðarhafsins) og fjalls hinn-
DAGRENNING 15